Uppeldi og menntun - 01.01.2006, Side 48

Uppeldi og menntun - 01.01.2006, Side 48
48 Guided Inst­ruct­ion (CGI) og hefur það verið þýtt á íslensku sem St­ærðfræðikennsl­a byg­g­ð á skil­ning­i barna (SKSB) (anna Kristjánsdóttir, Jónína v­ala Kristinsdóttir og Matthildur Guðmundsdóttir, 1996). Rannsóknirnar byggjast á kenningum um hugsmíði. Eins og heitið ber með sér er hugmyndafræðin að baki rannsóknunum sú að kennarar þurfi að greina hver skilningur nemenda þeirra sé og nýta sér þá þekkingu til að byggja á við kennslu sína. í ljós kom að þeir kennarar sem lögðu sig fram við að nýta sér þá þekkingu sem þeir höfðu aflað sér um hugsun barna breyttu kennslu sinni þegar þeir sáu hvernig þessi þekking nýttist þeim til að skilja hugsun nemenda sinna og þróun skilnings þeirra á tölum og reikniaðgerðum. En breytingar gerast skref fyrir skref og jafnvel mánaðarlangt námskeið var bara byrjunin á ferli þar sem stöðugt var þörf á stuðningi næstu árin. Eitt af því sem virtist vera kennurunum mikilvægt var að geta tekið þátt í umræðum um kennslu sína við aðra kennara sem einnig voru að glíma við það hvernig þeir gætu notað þekkingu sína í kennslunni (Fennema, Carpenter, Franke, Levi, Jacobs og Empson, 1996; Carpenter o.fl., 1999). Fleiri rannsóknir í Bandríkjunum á stærðfræðinámi barna hafa leitt til rannsókna á þróun kennara í starfi. Rannsóknirnar á samskiptum barna sem greint var frá hér að framan (The Purdue Probl­em­Cent­ered Mat­hemat­ics Project­) leiddu til rannsóknar á starfi kennarans sem kenndi börnunum sem þátt tóku í rannsókninni. Upphaflega var ekki ætlunin að skoða þróun kennarans sérstaklega. í viðtölunum við hann og við úr- vinnslu á því sem fram fór í kennslustundum kom þó í ljós að kennarinn var stöðugt að nýta sér reynslu sína til að endurskoða kennsluna og laga hana að breyttum viðhorf- um sínum. Rannsakendurnir gerðu sér smám saman grein fyrir að kennarinn lærði ekki síður en nemendur af því að endurskoða markvisst kennsluhætti sína. Hann fékk tækifæri til að ræða það sem hann var að gera við fagfólk sem var að skoða samskipti barnanna í stærðfræðitímum og í því samspili þróaðist vinna hans (Wood, Cobb og Yackel, 1991). v­ið Oxford-háskóla, Department of Educational Studies, hefur Barbara Jaworski unnið að rannsóknum á starfi kennara sem hafa notað það sem hún kallar rannsóknar- nálgun við kennslu (Jaworski, 1996). Kennararnir hafa lagt áherslu á að nemendur fái verkefni sem hvetja þá til að spyrja spurninga, rannsaka, greina og vinna úr upplýsing- um og rökstyðja lausnir sínar. v­erkefnin þurfa að vera þess eðlis að við vinnuna öðlist nemendur nýja sýn á stærðfræðina, komi auga á samhengi sem þeir þekktu ekki áður eða uppgötvi ný mynstur eða reglur. Jaworski leggur áherslu á að það eru ekki aðeins nemendur sem eru að rannsaka og uppgötva. Kennarinn lærir líka af því að vinna með nemendum og styðja við nám þeirra. Hann nýtir við það þekkingu sína og reynslu og byggir svo áframhaldandi kennslu á þessari nýju reynslu sinni. Kenning­ar­ um hug­s­míði Þegar ég kynntist fyrst kenningum um hugsmíði heillaðist ég mjög af þeim og fannst ég finna í þeim samhljóm við það hvernig ég sjálf skil veruleikann og sjónarhorn mitt á hvernig nám fer fram. Mér fannst ég ekki vera að lesa nein ný sannindi heldur fá hjálp við að skilja það sem ég var að reyna að móta hugmyndir mínar um. Trúin á það að AÐ LæRA AF E IG In KEnnSLU
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.