Uppeldi og menntun - 01.01.2006, Side 49

Uppeldi og menntun - 01.01.2006, Side 49
4 við allt nám byggi hver einstaklingur á sinni fyrri reynslu og þekkingu og að umhverf- ið hafi mikil áhrif á hvernig hann vinnur úr þeirri þekkingu sem hann aflar sér hefur lengi fylgt mér þó ég hafi ekki getað skilgreint þetta sjónarhorn mitt með orðum fyrr en ég kynntist skrifum um það. Þegar ég fór að reyna að greina hvernig viðhorf mitt hafði mótast áttaði ég mig á því að ég gat rakið það allt aftur til eigin skólagöngu. í kennarastarfinu hef ég getað leitað í þá reynslu og nýtt mér hana við að móta starf mitt og kynni mín af hugsmíðikenn- ingum tel ég að hafi hjálpað mér til að greina þessa þróun. Þetta hefur ekki alltaf verið auðvelt en þegar ég fór að lesa um þær rannsóknir sem ég hef greint frá fannst mér ég fá í hendur verkfæri til að hjálpa mér í þessari viðleitni minni. Mér fannst ég verða frjálsari að því að trúa á að nemendur mínir byggju yfir reynslu og þekkingu sem þeir gætu nýtt sér til að vinna úr því sem ég bar á borð fyrir þá. Ég styrktist í að móta áfram vinnubrögð mín og fékk hjálp við að skilja betur hugsun nemenda minna og samspil einstaklinganna í kennslustofunni, bæði samspil mitt við nemendur og samspil þeirra innbyrðis. Til þess að gera mér betur grein fyrir á hverju hugsmíðikenningar byggjast leitaði ég í smiðju manna sem um þær hafa skrifað. Það sem einna mest áhrif hafði á mig voru skrif austurríska sálfræðingsins Ernest von Glasersfeld. Ég ætla því að gera hér grein fyrir því helsta í skrifum hans sem hafði mótandi áhrif á viðhorf mitt. að mati Glasersfelds (1995) er mikill munur á þjálfun og kennslu. Hann vísar til Kants sem sagði að hundar og hestar væru þjálfaðir og það væri líka hægt að þjálfa fólk. En þjálfun hefði lítið að segja, það sem mestu máli skipti væri að börn lærðu að hugsa. Hann vísar einnig til rannsókna í sálfræði og taugafræði sem sýna að eðli mannsins er ekki hægt að skýra nema að takmörkuðu leyti sem sjálfráð viðbrögð við áreiti. Utanbókarnám er að hans mati gagnslaust og hjálpar nemandanum ekki til að fá þá yfirsýn sem margir hafa viljað halda fram. Það að kunna utanbókar að 12·12=144 hjálpar nemandanum ekki við að finna út hvað 13 ·12 er mikið nema að hann hafi skiln- ing á tugakerfinu og geti því fundið út að það er tólf meira en 144. Glasersfeld ræðir einnig um innri og ytri umbun. að hans mati hvetur ytri umbun ekki til skilnings. Þar vísar hann aftur til Kants sem sagði að ef barni væri refsað þegar það gerði rangt og umbunað þegar það gerði rétt, myndi það aðeins gera það sem rétt væri til að fá jákvæð viðbrögð. Innri umbun fæst af jákvæðri reynslu af að takast á við verkefni sem maður hefur leyst vel af hendi. Hann telur að vinna við þrautir geti veitt slíka jákvæða umbun. Þegar nemandinn sigrast á verkefni sem hann hefur þurft að glíma við veitir það honum gleði. Slík reynsla er líkleg til að verða honum hvati til að takast á við önnur verkefni af sama toga. Glasersfeld telur að kennarar vanmeti oft þátt tungumálsins. Ef nemandi skilur ekki það sem fjallað er um í kennslunni er hann álitinn eiga við einhvers konar náms- erfiðleika að stríða. Orsakanna er þó oftar en ekki að leita í því að hann skilur ekki það sem um er rætt á sama hátt og kennarinn. Samræður eru veigamikill þáttur í hug- takamynduninni. Það er nauðsynlegur hluti af ígrunduninni um það sem nemandinn er að tileinka sér að ræða um það við aðra. v­ið það að nota hugtök í samræðum við aðra dýpkar sýnin á merkingu þeirra og það veitir líka innsýn í hugmyndir annarra um efnið. v­iðfangsefni sem hægt er að nálgast á marga vegu og fela í sér eitthvað sem JÓnÍnA VALA KRISTInSDÓTTIR
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.