Uppeldi og menntun - 01.01.2006, Page 56

Uppeldi og menntun - 01.01.2006, Page 56
6 hyrninginn. Birna og Gyða kynntu sína mynd næst á eftir þeim. Þær sögðu frá því að þær hefðu valið þríhyrning og ferning og raðað þeim þangað til þeir tengdust saman í hring. „Svo kom sexhyrningur inn í“ sagði Birna. Ég spurði þær hvers konar form þessi hringur væri og þær voru fljótar að átta sig á að formið var tólfhyrningur. Það vakti strax athygli krakkanna að bæði Stígur og Leifur og Birna og Gyða höfðu teiknað tólfhyrninga og fyllt þá með þríhyrningum og ferningum þó svo að þau hefðu byrjað með ólíkar gerðir af marghyrningum. Það spunnust skemmtilegar umræður um þetta og af viðbrögðum bekkjarfélaganna kom skýrt í ljós hve djúpur skilningur margra þeirra var á því hvernig marghyrningar geta raðast saman. Flestir notuðu líka heiti marghyrninganna af miklu öryggi í umræðunum. Mér fannst ástæða til að fylgja þessu verkefni eftir með enn frekari rannsóknum. Ég sendi því eftirfarandi verkefni heim með nemendum. Hellulögn Nú þarftu að fara í gönguferð um nágrenni þitt og skoða gangstéttir og fleiri svæði þar sem fólk hefur lagt hellur, t.d. við íbúðarhús, skóla eða verslunar- og skrifstofuhúsnæði. Hafðu með þér blað og rissaðu upp mynstrið í hellulögninni (hvernig hellurnar eru í laginu og hvernig þeim er raðað saman). Teiknaðu í bókina eins nákvæma mynd og þú getur af því sem þú sást. Gott væri ef þú gætir sýnt tvær til þrjár mismunandi gerðir af hellulögn. Ef þú ætlaðir að leggja hellur við húsið heima hjá þér hvernig myndir þú þá vilja hafa þær? Teiknaðu mynd sem sýnir hvernig hellulögnin þín gæti litið út. Ég ákvað að biðja nemendur fyrst að rannsaka umhverfi sitt til að kanna hvernig svæði eru þakin með hellum með ólíkri lögun. v­ið þá rannsókn nýttist þeim reynslan af þakningu með marghyrningum í skólanum. En ég vildi fá þá til að kafa dýpra í við- fangsefnið og þess vegna bað ég þá um að teikna eigið mynstur. Til þess að geta það þarf að hafa góða tilfinningu fyrir því sem gerir það að verkum að hægt er að þekja svæði með formum. Það komu fjölbreyttar lausnir á þessu verkefni. Nemendur höfðu lagt sig eftir að leita að óvenjulegum hellulögnum í umhverfi sínu. Þeir völdu líka skemmtilegar hellur í hellulögn sína og röðuðu þeim saman á ólíka vegu. Þegar þeir kynntu teikningar sínar fyrir bekkjarfélögunum kom aftur í ljós hve tamt þeim var að ræða um rannsóknir sínar og nota hugtök stærðfræðinnar. Það kviknuðu líka nýjar hugmyndir og nemendur lýstu því sem þeir sáu í teikningum bekkjarfélaganna. Mynd Leifs vakti mikla athygli. Hann var tregur til að sýna hana í byrjun því „hún er svo ljót“, sagði hann. Þegar hann svo loksins fékkst til að sýna teikninguna kváðu við aðdáunaróp í bekknum og margir stóðu upp til að geta skoðað myndina betur og lýsa því sem þeir sáu. Það sem gerði myndina svona áhugaverða var að Leifur hafði speglað hellulögn sína um skálínu og því komu fram þrívíddaráhrif í myndinni. Það vildu allir fá að skoða teikningu Leifs og bókin hans gekk á milli bekkjarfélaganna ásamt spegli til þess að þeir gætu skoðað hvernig mynstrið speglaðist. Það spunnust áhugaverðar umræður um teikningu Leifs og Stígur sagði m.a. frá tölvuforriti sem AÐ LæRA AF E IG In KEnnSLU
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.