Uppeldi og menntun - 01.01.2006, Side 90

Uppeldi og menntun - 01.01.2006, Side 90
0 sakanda má segja að ég sitji við fleiri en eitt borð. Ég er listamaður, var myndlistakenn- ari við Myndlistaskólann á akureyri um langt skeið, og er nú lektor við Háskólann á akureyri. auk þess voru tíu ungmenni af þeim tuttugu sem tóku þátt í rannsókninni nemendur mínir í átta til tólf ár. Segja má að fyrirbærið sem rannsakað var snerti mig óhjákvæmilega. Þar af leiðandi er nauðsynlegt að taka fram að megintilgangurinn var að fanga myndirnar sem ungmennin höfðu málað út frá eigin reynslu, að raddir þeirra heyrðust og áhrif þeirra yrðu sýnileg. Huglægni mína sem rannsakanda ber að við- urkenna en jafnframt ber að skoða hugsanlega gagnsemi hennar. Eisner (1998) telur sérkunnáttu (e. connoisseurship) rannsakanda auka áreiðanleika rannsóknar. Þetta beinir sjónum að kostum og hugsanlegum göllum hlutverks míns. Sú staðreynd að ég þekkti mína nemendur betur en nemendur sem stunduðu einungis nám í reglulegum grunnskóla segir mér eftir á að stutt forviðtal við þá síðarnefndu hefði verið gott og fært þeim jafnari stöðu gagnvart mér. Þátttakend­ur­ Tuttugu unglingar á aldrinum þrettán til sautján ára tóku þátt í rannsókninni. annars vegar sex stúlkur og fjórir piltar sem fá kennslu í myndlist í grunnskóla sínum, hins vegar fimm stúlkur og fimm piltar sem höfðu valið að sækja aukalega nám í myndlist á sérstökum námskeiðum fyrir börn og unglinga í Myndlistaskólanum á akureyri. Stuðst var við markmiðsúrtak (Patton, 1990) við val á nemendum og eftirtalin atriði höfð til hliðsjónar: a) að nemandinn byggi yfir grundvallarkunnáttu til myndrænnar tjáningar; b) að myndlist sé ánægjuleg en ekki leiðinlegt streð. Nemendur grunnskólans voru valdir með aðstoð myndlistakennara skólans en við val nemenda úr Myndlistaskólanum var litið til þess að þeir hefðu lagt stund á mynd- list við skólann í sex ár í það minnsta .2 Gr­eining­ í eigindlegri greiningu viðtalanna var leitað að þemum sem lýstu þeim skilningi sem ungmennin sjálf lögðu í myndsköpun í daglegu lífi sínu, hvernig þau túlkuðu mynd- verk sín og tengsl þess við sjálfsmótun. Notuð var aðleiðsluaðferð, þ.e. samanburður og flokkun þar til hugtakaflokkar (frumhugtök), þemu og mynstur komu í ljós. í raun þýddi þetta lestur línu fyrir línu og samanburð á viðtalstextanum við frumhugtökin sem birtust þar til rannsakandi öðlaðist skilning á viðtölunum. Flokkunin veitti ýmiss konar upplýsingar um hugtökin sem þróuðust. Sambönd og mynstur milli hugtaka- flokka voru könnuð með tilliti til endurtekninga og tvíræðni og síðan endurskilgreind eftir þörfum. 2 Sex ár er lágmarkstími sem ætlaður er til að ljúka barnanámskeiðum skólans. H LU T V ER K MY n DS Kö PU n A R Í DAG L EG U L Í F I U n G M En n A
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.