Uppeldi og menntun - 01.01.2006, Síða 91

Uppeldi og menntun - 01.01.2006, Síða 91
1 niЭUrstÖЭUr Hér á eftir eru það ungmennin sem segja frá þeirri þýðingu sem myndsköpun hefur í lífi þeirra. Jafnframt verður gerð grein fyrir því hvernig ungmennin geta mótað sjálfs- mynd sína með lýsingu á eða frásögn af eigin myndverkum. Lýsingar ungmennanna á hlutverki myndsköpunar í daglegu lífi þeirra voru flokkaðar þar til greinargóð mynd fékkst og niðurstaðan er sex hugtakaflokkar eða þemu sem fjallað er um hér á eftir: Að lær­a tung­umál (fr­umatr­iði og­ r­eg­lur­) mynd­lis­tar­innar­ Þeir hugtakaþættir sem nemendur nefndu oftast í viðtölunum voru það að ná tökum á frumatriðum og meginreglum myndlistarinnar og listrænt sköpunarferli. Stór hluti af þeirri innri ánægju sem sköpunarferlið veitir er kunnátta í tungumáli myndlistarinnar og nemendur voru sammála um mikilvægi þess að ná tökum á þessu tjáningarformi. Þekking á undirstöðuatriðum myndlistar gefur meðal annars færi á að nota eigin dóm- greind og að leggja mat á verk sín. Ef mér tekst ekki eins vel og ég ætlaði mér reyni ég bara aftur… þangað til ég verð ánægð. Mér þykir skemmtilegast að reyna að ná árangri og ég hætti ekki fyrr en það tekst … ég gæti þetta ekki án þess að læra myndlist (Lára). Þessi kunnátta gerði þeim fært að túlka hugmyndir og/eða athuganir í mynd: „… það kemur að gagni þegar ég vil túlka tilfinningar mínar í mynd“ (ísabella). Fyrir marga nemendurna fólst ögrun í listlærdómi sem þeim líkar vel eins og fram kom hjá auði: „… ég elska að nota kol þó að það sé tæknilega erfitt … ég vil takast á við erfið verkefni“. Mikilvægi þess að ná tökum á viðurkenndu myndmáli og undirstöðuatriðum mynd- listarinnar kom skýrt fram: Ég hugsa oftast um sjónræn áhrif, hvernig myndin kemur best út … myndbygg- ingin og svoleiðis. Fyrst af öllu verður það að vera góð mynd … líka ef ég vildi setja skilaboð … þá verður að vera sérstakur stíll … hreinn og beinn. Fagurfræði mín tengist formrænum gæðum verksins (Lísa). í orðum nemenda Myndlistaskólans kom skýrt í ljós áhugi á að læra myndlist og ná ár- angri. Þeir töluðu líka um að listlærdómur hefði áhrif á gildismat þeirra og viðhorf: Ég er opnari fyrir myndlist, veit meira um hönnun og hef skoðun á hvað mér finnst fallegt eða ljótt. Maður lærir að móta skoðanir sínar … (Lísa). Ég kann betur að meta aðra listamenn núna … ekki bara dæma þá sem geðveika eins og mörg skólasystkini mín gera (Helga). í hinum hópnum lýsti einn nemandi mikilvægi myndlistakennslu á þennan hátt: „… myndlist er eina námsgreinin þar sem sköpunarkrafturinn fær að blómstra og hver einstaklingur fær tækifæri til að vera öðruvísi og skapa einstakt verk“ (v­illi). RÓSA K R I S T Í n J ú L Í US D ÓT T I R
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.