Uppeldi og menntun - 01.01.2006, Page 93

Uppeldi og menntun - 01.01.2006, Page 93
3 Myndsköpun gefur mér tækifæri til að segja frá á annan hátt … þú getur sagt frá tilfinningum sem að þú veist kannski ekki að brjótast í þér. Gott að geta túlkað tilfinningar á annan hátt því stundum er ekki hægt að segja frá þeim í orðum (Nói). Svör nemenda endurspegla þýðingu þess að skapa á þennan hátt: …það er mikilvægast að kafa djúpt í tilfinningarnar [í myndsköpun](v­illi). … að skapa er að tjá tilfinningar … að hafa frelsi til að túlka tilfinningar mínar (Helga). Ungmennin vilja sýna vísvitandi ákveðnar tilfinningar í verkum sínum og jafnframt kjósa þau að búa til ákveðnar myndir eða velja sérstakt viðfangsefni sem endurspeglar lífsviðhorf þeirra. Mynd­ g­etur­ komið s­kilaboðum á fr­amfær­i Listir eru samskiptamáti og nemendur í báðum skólum líta á myndverk sín sem miðil til að koma hugmyndum, skoðunum eða athugunum á framfæri, og þá oft því sem erfitt getur verið að setja í orð. Mér leið vel að gera þessa mynd … mikill léttir að koma þessu frá sér. Það eru skilaboð í þessari mynd; ekki dæma fólk án þess að þekkja það … stöðvum ein- elti. Ég get sagt í mynd það sem ég er að hugsa (v­illi). Nemendur sem líta á myndlist sem tjáskipti vilja segja eitthvað með myndunum sín- um; þeir nota myndverk til að koma skilaboðum á framfæri. Sá skilningur kom fram hjá ungmennunum að það kynni að vera auðveldara að segja hluti í mynd: „… stund- um er erfitt að tala um hluti … gæti verið betra að teikna því þá getur fólk séð það“ (Nanna). Ungmenni sem sögðust ekki setja fram skilaboð í verkum sínum eða nota verk sín til samskipta á annan hátt sögðu að það væri líklega betra ef verk innihéldu slíkt en í skól- anum gæfist lítið svigrúm þar sem þau ynnu ekki nægilega mikið í myndlist. Þeim fannst eðlilegt að reyndir listamenn settu fram skilaboð í list sinni: „… þá er listin hluti af lífi þínu og þú verður að gefa meira af sjálfum þér“ (Sandra). Lýsingar nemendanna á tjáskiptum í myndverkum sýna að þeir eru meðvitaðir um samskiptamöguleikana sem myndverkin veita þeim. Rétt um helmingur nemenda lét í ljós ósk um að aðrir skildu verk þeirra og líkaði við þau, en mikilvægast var þó að þeim sjálfum líkuðu myndirnar. Að búa til mynd­ver­k/að s­kapa s­jálfs­mynd­ Listrænar athafnir nemenda geta haft áhrif á eða mótað líf þeirra á einn eða annan máta. allir nemendur myndlistaskólans utan einn sögðu myndlist hafa mikil áhrif á sjálfsmynd sína en einungis þrír nemendur úr hinum hópnum. að búa til myndverk RÓSA K R I S T Í n J ú L Í US D ÓT T I R
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.