Uppeldi og menntun - 01.01.2006, Page 113
113
eYgló eYJólfSDóttir
Framhaldsskóli í mótun
Spurningunni um framhaldskóla fyrir alla er oft varpað fram en ekki er víst að allir
leggi sömu merkingu í hugtakið. Ég ætla að byrja á því að gera grein fyrir skilningi
mínum á því, líta til þróunar framhaldsskólans og stöðu hans nú og skýra álit mitt á
því hvort hann sé fyrir alla.
við lok grunnskóla hafa íslenskir unglingar setið á skólabekk í 10 ár og eru ekki
lengur skólaskyldir. Ákveðinn hluti þeirra velur þann kost að hefja ekki nám í fram-
haldsskóla eða hverfa fljótlega frá námi. Til þessa geta legið ýmsar ástæður. Fram-
haldsskóli hentar ekki þessum nemendum.
Námsbrautir á framhaldsskólastigi eru margar og ólíkar. Enginn einn skóli getur
starfrækt nema hluta þeirra. Þar af leiðir að einstakir skólar hafa mismunandi áherslur
og ákveðna sérhæfingu. Litið er á skólastigið sem heild þegar skilgreint er hvað sé
skóli fyrir alla.
Framhaldsskóli fyrir alla innritar ekki hinn breiða hóp nemenda án þess að veita
nám og kennslu við hæfi. Framhaldsskóli sem vill mennta alla hefur námsframboð
og kennslufyrirkomulag sem mætir þörfum mjög breiðs hóps, hvernig sem námsgetu
einstaklinganna innan hans er háttað.
Framhaldsskóli fyrir alla ræktar tengslin við atvinnulífið og við æðri skólastig.
Hann þjálfar nemendur til raunverulegra starfa eða til frekara náms.
í ljósi þessa byggist viðhorf mitt á því að framhaldsskóli fyrir alla merki ekki ein-
staka skóla heldur skólastig sem gefur greiða leið til starfa eða til frekara náms. allir
sem áhuga hafa geta innritast í framhaldsskóla fyrir alla og þeir sem leggja sig fram
geta lokið skilgreindu námi.
Framhaldsskólinn hefur þróast mjög hratt á undanförnum áratugum. Langt að
baki er löngun til menntunar sem ekki gat ræst og langt er síðan lítill piltur byrgði sig
milli þúfna þegar skólapiltar riðu til skóla. Nú þarf nánast enginn að standa í sporum
móður hans sem fann þarna sárast fyrir fátækt sinni. að langa til að læra en fá það
ekki vegna ytri aðstæðna er liðin tíð sem nútímafólk les um í bókum. Nú er sjálfsagt að
nánast allir fari í framhaldsskóla og stór hópur haldi áfram í háskóla. Þetta hefur gert
miklar kröfur til skólanna sem hafa á skömmum tíma fengið það hlutverk að mæta
fjölbreyttum þörfum allra ungmenna.
Þróun framhaldsskólans var hröð eftir miðja síðustu öld. Batnandi efnahagur al-
mennings og stækkandi árgangar ungmenna kölluðu á meiri menntun. Landsprófið,
sem var þröng sía inn í menntaskólanám, var afnumið og á tiltölulega skömmum tíma
urðu stórfelldar breytingar á framhaldsskólastiginu eins og öðrum sviðum mennta-
kerfisins. Nýjum hugmyndum um samþættan framhaldsskóla eða fjölbrautaskóla var
tekið fagnandi. Þessi skólagerð byggði á því að nemendur í bóknámi og verknámi
Uppeldi og menntun
1. árgangur 1. hefti, 2006