Uppeldi og menntun - 01.01.2006, Qupperneq 114

Uppeldi og menntun - 01.01.2006, Qupperneq 114
114 ættu að verulegu leyti samleið í námi og fengju aðgengi að námsgreinum sem væru hluti af námi á öðrum brautum. Þannig varð námsframboð fjölbreyttara og í fjölbrauta- kerfinu reyndist hagkvæmara að reka skólana þar sem nemendur á mismunandi brautum voru saman í áföngum í ákveðnum greinum. Fjölbrautaskólar voru stofnaðir víða um land þar sem fyrir voru iðnskólar og gagnfræðaskólar eða framhaldsdeildir í bóknámi. Á þessum grunni byggðu nýir skólar og þróunin varð sú á skömmum tíma að flestir þessara skóla fengu heimild til að útskrifa stúdenta og bættu og juku fram- boð á iðnnámi. Skipulag og kennslufyrirkomulag breyttist einnig verulega. Mesta breytingin var tilkoma áfangakerfis sem hlaut skjóta útbreiðslu í skólunum. Sú kerfisbreyting um- bylti framhaldsskólunum. allt nám var brotið upp í einingar og áfanga. í áfangakerfi ráða nemendur námshraða með því að velja fjölda eininga á námsönn. Ljúki nemandi ekki áfanga þarf hann að glíma við hann aftur en neyðist ekki til að endurtaka heilt námsár. Margir aðrir kostir fylgja áfangakerfi og lúta flestir að því að nemendur beri sjálfir meiri ábyrgð á námi sínu og skipuleggi það að hluta til eftir eigin áhugasviði og getu. Ein nýjung enn sem tekin var upp á síðasta þriðjungi síðustu aldar og markaði tímamót var öldungadeildir fyrir fullorðið fólk sem ekki hafði átt kost á framhalds- skólanámi eða ekki lokið því af öðrum ástæðum en fékk áhuga síðar. Öldungadeildir voru stofnaðar í mörgum skólum og hafa útskrifað fjölda nemenda af ýmsum braut- um. Þær voru kærkomin viðbót við skólakerfið og veittu mörgum tækifæri til frekari menntunar sem annars hefðu ekki notið hennar. allar þær nýjungar og gagngeru breytingar sem hér hafa verið nefndar stefndu í eina átt. Nám í framhaldsskóla varð aðgengilegra fyrir stærri og breiðari hóp. Fjöl- breytni, bæði er varðar form og innihald, jókst að mun. Stefnt var að því að gera hvort tveggja í senn; að veita æ fleiri ungmennum framhaldsskólamenntun og þjóna um leið vaxandi samfélagi með vinnumarkaði sem jókst að fjölbreytni og umfangi. Þegar litið er til baka er augljóst hvílíku grettistaki var lyft til þess að laga skólastig- ið að umhverfinu. Hreyfiafl breytinganna var skólastarfið sjálft og úr því spruttu þær. Þarfir og velferð nemenda og samfélags knúði þær áfram. Stjórnendur og kennarar skólanna urðu fyrstir til að skynja nauðsyn þessarar þróunar og gerðust frumkvöðlar í að vinna henni brautargengi. Hún leiddi af sér nýja tegund skóla, gjörbreytt skipulag náms og nýtt innihald og kennsluaðferðir. Segja má að grasrótin hafi ráðið ferðinni með vitneskju og samþykki menntamálayfirvalda. Síðan voru sett lög og reglugerðir sem lögfestu hinn nýja framhaldsskóla. Lög um framhaldsskóla frá 1988 kveða á um að allir sem lokið hafa grunnskóla- námi eigi rétt á að hefja nám í framhaldsskóla (Lög­ um framhal­dsskól­a nr. 57/1988). Ekki er kveðið á um miklar breytingar á námsframboði. Einungis eru skilgreindar bóknáms- brautir til stúdentsprófs og iðnnám auk ýmissa sérskóla á framhaldsskólastigi. allir nemendur áttu rétt á skólavist í framhaldsskóla en hann átti enn langt í land að veita öllum nemendum nám við hæfi. Lög um framhaldsskóla frá 1996 ganga feti framar (Lög­ um framhal­dsskól­a nr. 80/1996). Ekki er einungis kveðið á um að allir sem lokið hafa grunnskólanámi eða V IÐHoRF
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.