Uppeldi og menntun - 01.01.2006, Síða 116

Uppeldi og menntun - 01.01.2006, Síða 116
116 er þá farið eftir einkunnum í bóklegum greinum við lok grunnskóla og þeir hæstu teknir inn meðan húsrúm leyfir, hinum hafnað. Með því að velja nemendur eftir náms- getu er auðvelt að ná góðum árangri í bóklegum greinum og öðlast sterka ímynd í samfélaginu. Þessi viðhorf og sterk menning í tiltölulega einsleitum hópi geta valdið því að í slíkum skóla ríki fastheldni á skipulag og kennslu og ekki sé hlustað á kall tímans eftir fjölbreyttu námi fyrir allt litrófið. Þær mismunandi áherslur sem ég hef nefnt hér hafa leitt til þess að framhaldsskólar hafa ekki farið sömu leið en allir starfa þeir eftir gildandi námskrám og lokapróf frá öllum framhaldsskólum landsins á að tryggja að um sams konar nám og námskröfur sé að ræða á sömu námsbrautum. Framhaldsskólar á landsbyggðinni hafa staðið sig mjög vel í að mæta mismunandi þörfum og rækja skyldur sínar við allan hópinn sem til þeirra sækir. Þeir gera sér grein fyrir að þeir þjóna heilu samfélagi og skilja þarfir mismunandi hópa. Á höfuðborgar- svæðinu er meiri tilhneiging til að halda í fortíðina og ætla öðrum skólum að uppfylla lögboðnar skyldur skólastigsins. T.d. vildu ekki allir skólar á sínum tíma bjóða upp á fornám sem nú er hluti almennrar námsbrautar. Menn báru við plássleysi eða kunn- áttuleysi kennara. Enn eru nokkrir skólar mótfallnir því að reka almenna námsbraut og sömuleiðis hafa skólar verið lengi að taka við sér varðandi sérdeild eða starfsbraut fyrir nemendur með þroskahömlun. Þó er það reynsla skóla sem starfrækja náms- braut fyrir fatlaða nemendur að þeir auðga skólasamfélagið og eru kærkomin viðbót við það. Tregða sumra skóla til að verða skóli fyrir breiðari hóp en þeir voru áður hefur vald- ið því að vinum sem hafa átt samleið í skóla um árabil er stíað í sundur, jafnvel þótt báðir hafi staðist inntökuskilyrði á viðkomandi brautir. Með þessu móti er gert lítið úr þeim stóra þætti sem vinátta og félagslegur þroski er í lífi ungmenna á framhalds- skólaaldri og það er niðrandi fyrir þá sem minna mega sín að finna að þeir eru ekki gjaldgengir í skóla þótt lög kveði á um rétt þeirra til skólavistar. Oft hafa skólarnir haldið því fram að þá skorti fé til að reka nám fyrir hinn breiða hóp og vissulega kostar það sitt að mæta þörfum allra. Sérkennsla er á sérstökum fjárlagalið sem greiðir alla kennslu á starfsbrautum og reiknilíkan framhaldsskólanna gerir ráð fyrir litlum hóp- um á almennri námsbraut svo skólarnir hafa þar ákveðið svigrúm til að veita stuðning og kenna í litlum hópum. Skiptar skoðanir eru á sérhæfingu skólanna. allir eru sammála um að eðlilegt sé að mismunandi áherslur ríki í skólunum og hver þeirra hafi ákveðna sérstöðu. Það er aug- ljóst að námsframboð getur ekki verið hið sama alls staðar, til þess er það of fjölbreytt. En oft heyrast óánægjuraddir frá þeim skólum sem þjóna breiðum hópi vegna þess að þeim finnst þeir fá í sinn hlut hlutfallslega of mikið af erfiðum úrlausnarefnum, svo sem mjög stórum hópum nemenda sem þurfa sérstakan stuðning eða sérkennslu. Yfir- völd menntamála hafa ekki gefið skólum ákveðin fyrirmæli um breytingar; þau gera sér grein fyrir því að viðhorfsbreyting tekur tíma og skólastarf verður ekki gott ef það er í andstöðu við skoðanir þeirra sem þar starfa. Skólarnir hafa því fengið umtalsvert svigrúm til að þróa starfsemi sína. Frelsið hefur aukið fjölbreytni skólastigsins svo að þar fá mörg blóm að blómstra. V IÐHoRF
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.