Uppeldi og menntun - 01.01.2006, Síða 117
117
aðilar atvinnulífsins sem eiga hlutdeild í þróun starfsnáms á framhaldsskólastigi
hafa stundum staðið í vegi fyrir því að skólakerfið þrói stuttar starfsnámsbrautir fyrir
aðstoðarfólk við ýmsar starfsstéttir. Styttra starfsnám sem er stór þáttur í að gera skól-
ana að menntastofnunum fyrir alla hefur því ekki þróast sem skyldi. að undanförnu
hefur þetta breyst og er ánægjulegt að sjá hve margar starfsnámsbrautir hafa sprottið
upp. Má þar nefna nám fyrir aðstoðarþjóna, félagsliða, skólaliða, leiðbeinendur í leik-
skólum og bókasafnstækna. Enn vantar þó styttri starfsnámsbrautir sem strákar hafa
áhuga á, t.d. í tæknigreinum.
Undanfarin ár hafa margir umsækjendur um skólavist einungis fengið neikvæð
svör við umsóknum sínum þegar skólar hafa lokið inntöku nemenda. Þetta á sérstak-
lega við um höfuðborgarsvæðið. Komið hefur fyrir að umsóknir um almenna náms-
braut eða starfsbraut fatlaðra hafi gengið milli skóla og verið hafnað í mörgum skól-
um. Það er vonandi tímanna tákn að síðastliðið sumar varð stór breyting á þessu og
allir nýnemar fengu skólavist þótt ekki væri það alltaf í þeim skóla sem þeir kusu. í
fyrsta skipti síðan starfsbrautir hófu starfsemi fengu allir fatlaðir umsækjendur skóla-
vist. Það er ánægjulegt að geta merkt hæga hugarfarsbreytingu hjá skólum í þá átt að
vilja þjóna breiðari hópi en áður.
Eins og hér hefur verið reifað er framhaldsskólinn á réttri leið með að veita öllum
menntun við hæfi. Ég hef lýst því hvernig hann hefur stöðugt færst nær því takmarki
á undanförnum áratugum. Það sem ég tel að á skorti eru eftirtaldir þættir:
almenn námsbraut er ekki fullmótuð. í skólanámskrám þeirra skóla sem hafa skipu-
lagt slíka braut koma fram mismunandi útfærslur. víðast hvar er lögð megináhersla
á bóklegar greinar en hlutverk brautarinnar er ekki síst að gefa nemendum tækifæri
til að glíma við önnur viðfangsefni í námi og veita þeim leiðsögn og hvatningu til að
velja viðfangsefni við hæfi. Hún ætti að vera í flestum skólum og nýtast sem brú til
atvinnu eða frekara náms, sérstaklega styttri starfsnámsbrauta.
Mikilvægt er að skipuleggja styttri starfsnámsbrautir sem nýtast í atvinnulífi og
henta þeim nemendum sem minni hæfni hafa til bóknáms og lengra starfsnáms. Fjölg-
un slíkra brauta, ekki síst á sviði tækni og framleiðslu, kæmi stórum hópi nemenda til
góða, t.d. sem hluti af eða framhald af almennri námsbraut. Starfsþjálfun þarf að vera
hluti námsins.
Nemendur af erlendum uppruna sem ekki hafa náð nægilega góðum tökum á
íslensku eiga mjög í vök að verjast og tæpast hægt að segja að framhaldsskólinn henti
þeim. Margir skólar kenna íslensku sem annað tungumál og styðja vel við nemend-
urna en langt er í land að allir fái nám við hæfi. Þessa nemendur skortir stuðning í
öðrum námsgreinum og aðstoð við námið, t.d. með jafningjakennslu.
Nokkur hópur nemenda finnur ekki ennþá nám við hæfi í framhaldsskólum. Ástæð-
an kann að vera seinfærni eða námsvandi vegna t.d. leshömlunar, ofvirkni eða geð-
rænna vandamála án þess að þeir teljist fatlaðir. Þeir hafa ekki getu til að stunda nám
á almennri námsbraut og starfsbraut fyrir fatlaða hentar ekki heldur. Þessir nemendur
þurfa aukinn stuðning, kennslu í litlum hópum og að einhverju leyti einstaklingsbund-
ið nám. Þeirra bíður ekkert nema brottfall úr námi ef ekki er tekið á málum þeirra.
Tryggja þarf að fötluðum nemendum verði aldrei vísað frá framhaldsskóla. Til þess
EYGLÓ EY JÓLFSDÓTT I R