Uppeldi og menntun - 01.01.2006, Page 121
121
Margir framhaldsskólar setja inntökukröfur sem takmarka mjög þann hóp sem á
möguleika á skólavist. Þessar inntökukröfur geta verið tengdar námsárangri úr grunn-
skóla eða húsnæði skólanna eða einhverju öðru en í flestum tilfellum bitna þær á þeim
nemendum sem koma úr grunnskólanum með lægri einkunnir. aðrir skólar, sérstak-
lega á landsbyggðinni, hafa ekki aðstöðu eða vilja til að takmarka nemendahópinn.
Þeir líta á það sem hlutverk sitt „að stuðla að alhliða þroska allra nemenda svo að þeir
verði sem best búnir undir að taka virkan þátt í lýðræðisþjóðfélagi. Framhaldsskólinn
býr nemendur undir störf í atvinnulífinu og frekara nám“ (Lög um framhaldsskóla nr .
80/1996, 2. gr.)
viðleitni skóla á landsbyggðinni til að halda uppi öflugu námi fyrir allan nemenda-
hópinn er virðingarverð og metnaðarfull en erfið.
Miðað við það sem hér hefur verið dregið saman eru ekki allir framhaldsskólar
fyrir alla.
Eiga allir framhaldsskólar að vera fyrir alla?
Eins og sést á línuritinu á mynd 3. hefur orðið gríðarleg fjölgun nemenda í framhalds-
skólum á síðustu 30 árum. Það er nokkuð augljóst að hluta þessarar aukningar má
rekja til fjölbrautaskólanna sem tóku til starfa upp úr 1975. Árið 1975 voru nemendur
8.370 en 2004 voru þeir 22.629 eða aukning um 270 prósent (Hagstofa íslands, 2005).
Mesta aukningin hefur orðið á félagsfræðibrautum en þar hefur fjöldinn nærri tífald-
ast frá 1975. Tilkoma samþætts framhaldsskóla þar sem hægt var að læra handverk,
starfsnám eða bóknám og ljúka stúdentsprófi, allt í sama skólanum, hefur haft mikið
að segja fyrir menntastig þjóðarinnar.
Mynd 3. Allir framhaldsskólanemar 1975–2004
19
75
19
76
19
77
19
78
19
79
19
80
19
81
19
82
19
83
19
84
19
85
19
86
19
87
19
88
19
89
19
90
19
91
19
92
19
93
19
94
19
95
19
96
19
97
19
98
19
99
20
00
20
01
20
02
20
03
20
04
2500
20000
15000
10000
5000
0
BALDUR G ÍS LASon