Morgunn - 01.12.1926, Blaðsíða 3
Nokkur atriði úr utanför minni.
Erindi, eftir Einar H. Kvaran,
II.
Eg sagði frá nokkurum atriðum úr utanför minni í S. lt.
F. 1. á síðastliðnu hausti, og það erindi hefir verið prentað í
Morgni. Eg er að hugsa um að segja ykkur frá öðrum atriðum,
sérstaklega sem snerta dulrænar lækningar. Eg vona, þið lítið
ekki svo á, sem eg vilji fylla ykkur með neinni hjátrú. Vafa
laust vefst mikið af hjátrú víða inn í þessar lækningar. En
það er staðreynd, sem eg hygg að ekki verði mótmælt, að þær
gerast stundum, og meira að segja að mjög mikið gerist af
þeim. Eg hefi aldrei getað skilið, að það sé neitt ísjárvert, að
kynna sér staðreyndir tilverunnar og tala um þær — hvort
sem menn geta skýrt þær að fullu eða ekki. Eg get ekki sagt
ykkur nú frá öllu, sem eg fékk að vita um þetta efni í ferð-
inni, verð að láta mér nægja að drepa á einstök dæmi.
Eg er að liugsa um að byrja vestur á Kyrraliafsströnd,
mjög sunnarlega, eitthvað 150 mílur frá landamærum Mexico,
í horginni Los Angeles. í þessum unga, fagra og auðuga bæ,
sem er orðinn mesta borgin á Kyrraliafsströndinni, með eitt-
hvað á 2. miljón íbúa, eru miklar andlegar hræringar af ýmsu
tæi. Þar eru meðal aimars aðalstöðvar spíritistanna á vestur-
ströndinni, með mörgum söfnuðum og fjölda af miðlum.
Nafnkendastur sálarrannsóltnamaðurinn og spíritistinn í
Los Angeles er víst Dr. Austin. Iíann er mælskumaður með
afbrigðum og hefir óbifanlega sannfæring um samband við
annan heim. Hann hefir bókasölu og bókaforlag, gefur út dul-
rænar bækur ýmis konar. Þar á meðal er tímaritið „Reason“,
sem er alveg spíritistiskt og hann er ritstjóri fyrir. Þegar fyrst
fara sögur af honum, var hann prestur í kirkjufélagi medódista
í Ontario í Canada. Meðan hann var í þeirri stöðu, sannfærðist
8