Morgunn - 01.12.1926, Blaðsíða 40
150
MORGUNN
svona er það nú; eg er í myrkri og nýbúinn að átta mig. ^eg-
ar eg fór yfir um, var eg trúlaus og hafði ekkert að styðja mig
við, Og þegar eg vaknaði hérnamegin, var mér sama um alt og
eg vissi ekki neitt. Ef þú getur hjálpað mér með því að hjálpa
mömmu, þá gerir þú Guði þœgt verk.“
Þegar eg kom lieim (þ. e. til Englands), lagði eg þessi
skilaboð ásamt mörgum öðrum skýrslum til hliðar og gleymdi
þeim. Það var ekki fyr en í september 1924, að eg fékk tíma
til að fara yfir þessar skýrslur. Þá rakst eg aftur á skilaboðin.
Og nú fékk eg samvizkubit. Þessi piltur hafði treyst mér til
að koma þessum skilaboðum til mömmu sinnar og eg hafði
brugðist honum. Eg afréð því að skrifa undir eins.
Eg gætti í pósthús-skrána og komst að því, að engin Flem-
ington var í York-skíri, en að Flemington var til nálægt
Motherwell í Lanark-skíri norður á Skotlandi. Eg mintist
þess, að John Ticknor var mjög ófróður um staðhætti á Stóra-
Bretlandi. Eg er þess fullvís, að hann vissi ekki að Lanark-
skíri var til. En hann vissi að York-skíri var til, af því að for-
feðtir lians höfðu fluzt Jtaðan fyrir nokkurum öldum. New York-
framburðurinn gat liafa gert það, sem á vantaði. Seinni sam-
stafan í ,.Lanark“ gat hæglega hafa orðið í huga hans að
„Yark“.
Eg ritaði því sem hér segir:
,.Kæra frú Clegg. Eruð þér móðir undirforingja Willi-
ams Olegg, sem féll í stríðimi ? Ef þér eruð það, þætti mér vænt
um, að þér vilduð senda mér línu.“
Svar kom um hæl: „Háttvirti herra. Eg liefi fengið línurn-
ar frá yður, og það er rétt hjá yður,- eg er móðir drengsins.“
Sama daginn skrifaði eg henni aftur. Og nú fór eg ekki
aftan að siðunum. Eg skrifaði: „Eg er andahyggjumaður.“
Því næst skýrði eg frá því, hvernig, hvar og hvenær eg liefði
fengið skilaboðin frá syni hennar, og nú dró eg ekkert undan.
Eftir fjóra daga fékk eg eftirfarandi bréf, ritað karl-
mannshendi: „Háttvirti herra. Út af skrifum yðar um undir-
foringja William Clegg, sem féll í stríðinu, læt eg yður hér