Morgunn - 01.12.1926, Blaðsíða 111
M O R G U N N
221
fyrir þeirri skýringu á mörgum af fyrirbrigðunum, að þau
stafi frá öðrum heimi, verða stöðugt öflugri. Meðan svo
stendur, er eitthvað öfugt við það, að trúmennirnir séu að
hugga sig við það, að eitthvað komi fram, sem er sérstak-
lega hættulegt fyrir æðstu og dýrmætustu vonir sjálfra þeirra.
Bók Dennis Bradleys, »Upp til stjarnanna«,
Sönnun ^ gr ^ vaf ag umræðuefni j erindi hr.
sannananna.* 6
Halldórs Jónassonar (sbr. síðasta hefti Morg-
uns bls. 13—30) er komin út á ítölsku. ítalski prófessor-
inn Bozzano, sem er einn af allra-nafnkendustu sálarrann-
sóknamönnum veraldarinnar, ritar formála fyrir bókinni.
Þar kveður hann meðal annars svo að orði:
»Um það miðilsfyrirbrigði, er sainræður fara fram á
tungumálum og mállýzkum, er miðillinn kann ekkert í, en
þeir framliðnir menn hafa kunnað, sem telja sig viðstadda,
er það að segja, að menn ættu að minnast þess, að engar
efnishyggju-skýringar eru til — né heldur geta þær verið
til — sem fái gert neina grein fyrir þessu. (Jafnvel Pod-
more kannaðist við þetta, en hann leysti sig úr þessum
læðingi með því að neita staðreyndunum.) Svo að vér
fáum ekki undan því komist að kannast við það, að þær
andlegar verur séu í raun og veru viðstaddar, sem gera
vart við sig með þessum hætti. Af þessu leiðir, að ein-
mitt þetta fyrirbrigði mundi, eitt út af fyrir sig, vera meira
en nægilegt til þess að sanna spíritistisku skýringuna á
uppruna þessara staðreynda. En vert er að gefa jafnframt
gætur að því, að við þær tilraunir, sem hér er um að tefla,
létu verurnar, sem gerðu vart við sig sem raddir utan við
miðilinn, ekki við það sitja að mæla á sínum eigin tung-
uin eða mállýzkum, heldur kom fram sami hreimurinn í
röddunum og sömu áherzlurnar eins og einkent höfðu menn-
ina í íífinu, og eins var orðalagið það sama og málblær-
inn, sem inenn höfðu vanist hjá þeim; enn fremur töluðu
verurnar um náin einkamál, sem engum var kunnugt uin
öðrum en þeim og þeiin fundarmönnum, sem við þá voru
að tala. Þegar inenn athuga þetta alt, þá er það bersýni-