Morgunn - 01.12.1926, Blaðsíða 95
MORGUNN
205
Bæði skiftin varð hann snortinn af hræðslutilfinning,
og var í svitalöðri, þegar hann áttaði sig.
Veikindunum var svo háttað, að báðar hendurnar voru
honum ónýtar. Úlnliðirnir voru afar aumir og ósveigjan-
legir, báðir jafnt. Þessi veikindi voru orðin um það bil
ársgömul, og höfðu altaf verið jafnvond á þeim tíma.
Eftir að hann hafði orðið fyrir þessum áhrifum, versn-
aði honum talsvert í báðum höndunum. En þá fór honum
að smá-batna, sérstaklega i hægri hendinni. Hún varð
nothæf til alls smávegis, en ekki til áreynslu, og er það
enn. »Hin er mikið verri, og er svo að sjá, sem hún hafi
ekki getað orðið fyrir sömu áhrifum sem hin höndin,
hverr.ig sem á því stendur«, segir sjúklingurinn.
En nú kemur það fyrir, að um það leyti, sem Ágúst
átti von á skeyti frá M. Th., fékk hann tilmæli frá þrem
veikum konum um það að skrifa nöfn sín á blað, og láta
það liggja á borði við rúmið hans, með tilmælum um að
»Friðrik« vitjaði þeirra. Þetta gerði hann. Og árangrin-
um af því er lýst í þremur næstu frásögnunum.
Frásögn frú Guðrúnar Jónsdóttur
Rauðarárstíg 5, Reykjavik.
Hún hafði verið með slím í lungunum og brjósthimnu-
bólgu. En veikin var farin að réna, þó að hún væri mik-
ið lasin. Sömu nóttina, sem Ágúst Jónsson varð áhrifanna
var í fyrra skiftið, kom þetta fyrir:
Henni finst hún vera milli svefns og vöku; hún sér
þá skugga yfir sér, yfir öðrum upphandlegg og herðum, og
fær vöðvatitring í allan líkamann. Örðugast þótti henni að
þola áhrifin um holið. Þetta kom þrisvar, og síðasta hvið-
an var erfiðust. Meira bar ekki við.
Þegar hún komst í venjulegt vökuástand, var hún
mjög róleg og henni leið vel. Eftir þetta fór henni dag-
batnandi. En þess er gætandi, að hún hafði verið á
batavegi.
í júnímánuði í fyrra skrifaði hún M. Th. og bað »Frið-