Morgunn - 01.12.1926, Blaðsíða 59
MORGUNN
169
sem áttaviltur, utan við mig. Eg tók mér það mjög nærri, þeg-
ar eg gat ekki lengur talað við ykkur. Þokan lagðist á milli
okkar. Nú sé eg, hversu þessu var vel farið, — eg var viltur,
ófær um að tala við ykkur, ófróður og staðfestulaus.“
Vinir mínir í andaheiminum hafa ekki þá áköfu virðingu
fyrir rétttrúnaði, er svo margir kirkjumenn úr ýmsum kirkju-
deildum hafa. Einn sagði eitt sinn við mig: „Vér getum sagt
þér það, að það, sem nefnt er rétttrúnaður meðal kristinna
manna í kirkjunni á jörðinni, er að ýmsu ekki hlutlaus né sönn,
lýsing á sannleikanum, eins og vér höfum kynst honum liér.“
Og ennfremur: „Við höfum lítið um þau sannindi að segja,
sem menn hafa ritað í trúarjátningar, vegna þess, að svo mik-
ið hefir verið sagt, að menn eru illa undir það búnir að taka
við því, sem við höfum að flytja, fyr en hitt liefir verið
tekið aftur.“
Annar mælti svo, um spurninguna um stöðu Krists:
„Trúðu mér, þú fær ekki nema lítið eitt að vita um alt það,
er Hann er, meðan þú ert á jarðneska sviðinu, og lítið eitt
meira, þegar þú stendur þar, sem eg er nú; svo mikill er
Hann, svo langt fram úr sérhverri kennisetningu, er hin kyrk-
ingslega guðfræði kristindómsins kennir. Þeir hafa reynt að
grípa Hann og skilgreina í orðum og orðatiltækjum. Honum
verður ekki haldið í þeim skorðum. Iíann er frjáls sem himnar
Guðs, og veröldin öll er sem rykdepill á gólfi hallar Hans.
Og þó eru þeir til meðal yðar, sem ekki hugsa sér Hann eins
frjálsan og þá litlu ögn.“