Morgunn - 01.12.1926, Blaðsíða 18
128
MORGUNN
'hún flutti sig úr miklu stærra húsi í þetta litla hús, sem
þér hittuð hana í.
Jæja, Polly vildi flytja húsgögnin sín til og líka færa til
eldstóna, til þess að fá meiri þægindi og yfirleitt fyllra gagn
af þessu. Enginn var til þess að hjálpa henni, hún alein og
húsgögnin hennar eru þung. Matvælaborðið (sideboard, buffet)
er 400 punda þungt, eða þar um bil, þegar það er tómt,
og píanóið er meira en 600 pund. Þó að maðurinn hennar
hefði verið heima, þá hefði hann jafnvel ekki getað flutt
hlutina með liennar hjálp; liann er ekki hraustur maður og
Polly er ekki 5 fet á hæð, og hún er komin yfir fimtugt. Svo
að Polly sat og var að hugsa um það, livort liún mundi geta
fengið einhvern okkar eftir vinnutíma til þess að hjálpa sér
að flytja til húsgögnin. Þegar hún var að hugsa um þetta, kom
rödd og sagði henni, að hann skyldi hjálpa henni til þess að
gera þetta alt, ef hún vildi segja sér, livar hún vildi láta setja
hvern hlutinn. Veslings Polly virðist hafa verið í nokkurum
vafa um, hvort þetta væri nú hyggilegt. Hún á mjög góð hús-
gögn og var hrædd um, að þau skemdust. Samt hlýddi hún
þeim fyrirmælum raddarinnar, að taka það burt, sem ofan á
matvælaborðinu var; en í skúffunum voru þungar birgðir af
hnífapörum, ýmiskonar líni o. s. frv. Hún lagði hendurnar
á annan endann. Þá hófst hinn endinn upp af sjálfum sér,
þangað til borðið stóð á þeim endanum, sem Polly var við, og
fór að hjakka inn í annað herbergi, þar sem hún ætlaði því að
vera. Ekki hefði verið unt að koma því inn í þetta nýja her-
bergi, nema það stæði upp á endann, af því að ekki var
nógu rúmt í eldhúsinu til þess að snúa því. Þá var farið að
fást við klæðaskápa og aðra muni með sama hætti. Píanóið
lyftist sjálft upp, meðan hún lét nýjan gólfdúk undir það,
og var svo kyrt á sínum stað. Þér getið gert yður í hugar-
lund, hve forviða maðurinnar hennar varð, þegar hann kom
heim.
Einn daginn í ágúst var kona komin til Polly og var á
fundi hjá lienni. Pétur postuli var stjórnandinn. Nokkurir úr
hring okkar voru líka í húsinu þá.