Morgunn - 01.12.1926, Blaðsíða 41
MORGUNN
lbl
með vita, að frú Clegg óskar ekki eftir frekari skrifum frá
yður um þetta og lítur svo á, að nú sé bréfaskiftunum lokið.“
Nú virtist mér eg ekki geta gert neitt meira í þessu máli.
Lét eg því bréf þetta hjá öðrum bréfum. „Svo fór um sjóferð
þá“, hugsaði eg. Mér leizt sem alt væri búið.
En svo var þó ekki. í næstu viku var eg á sambandsfundi í
Plumstead, þar sem fengist var við lækningar. Miðillinn var
frú May Bird. Framliðinn læknir talaði af vörum hennar; og
áður en hann byrjaði á lækningatilraunum sínum, gat hann
þess, að margir hermenn væru viðstaddir og meðal þeirra einn,
er segðist heita William Clegg. Hann bætti við: „Ilann segir,
að þú hafir fengið bréf frá mömmu sinni; en honum er um-
hugað um, að þú fáir að vita, að mamma hans liefir ekki skrif-
að það. Iíann segist vera kominn til þess að tjá þér þakklæti
sitt fyrir það, sem þú hefir gert og til þess að biðja þig af-
sökunar á því, hvernig sumir á jörðinni hafi brugðist við skila-
boðum hans. Honum er umhugað um, að þú fáir að vita, að
það var ekki mamma hans, sem neitaði að sinna skilaboðunum.
]?að var presturinn á staðnum, sem þekt hafði hann frá barn-
æsku. Pilturinn er mjög mæddur og harmþrunginn.“
Eg fann, að það var ófært, að láta hér við sitja. Eg hætti
við ásetning minn að skrifa ekki framar. Eg sendi móður
piltsins fulla greinargerð og bætti því við, vegna bréfsins frá
prestinum, að eg mundi ekki ónáða hana með frekari skila-
boðum frá drengnum hennar, nema hún skrifaði mér og ósk-
aði, að eg gerði það. Svar liefi eg ekkert fengið.
Eg kenni í brjósti um piltinn. Eg kenni þó meira í brjósti
um móðurina. En eg kenni langmest í brjósti um prestinn. Eg
vildi ekki eiga að vera í sporum lians, þegar hann hittir pilt-
inn þann hinumegin. Eg er hræddur um, að honum muni ekki
fyrsta kastið finnast „liimnaríki“ alveg eins björt vistarvera
fyrir sig og hann ef til vill ímyndar sér, að það muni verða.
Nei, eg öfunda hann ekki af þeim fundi. En eg vildi gjarn-
an vera viðstaddur. Vera má að eg gæti fært dálítið fram lion-
um til málsbóta. Með því að eg hefi gengið í gegnum það hug-
arástand sjálfur, sem hann er nú í, greti eg bent á, hve miklum