Morgunn - 01.12.1926, Blaðsíða 11
MORGUNN
121'
Frúin vaknaði af sambandsástandinu að leiknum loknum,
og hvíldi sig dálitla stund. Svo mikið hafði gengið á í leikn-
um, að mér þótti eklci undarlegt, að hún hefði þörf á nokk-
urri livíld. Það, sem nú tók að gerast, var eins og gamlir
kunningjar í augum okkar, í samanhurði við fyrra lilutann.
Gestir, sem valdið höfðu truflun á sjúklingum læknisins, fóru
að tala gegnum frúna — tveir, að mig minnir — og voru
fremur óþjálir. Læknirinn og aðstoðarmaður hans lögð kapp
á að koma fyrir þá vitinu. Hraðritari sat hjá lækninum og
skrifaði hvert orð, sem sagt var.
Eg spurði lækninn og einn af helztu vinum lians, sinn
í hvoru lagi, livort ekki væru til nákvæmar skýrslur um árang-
urinn af þessum lækningum. Þeir sögðu mér, að skýrslurnar
vteru til, og að mér væri óhætt að trúa því, að árangurinn
væri góður. En að hinu leytinu væri ekki sanngjarnt að birta
þær skýrslur, meðan læknirinn hefði ekki getað komið upp
úeinum spítala. Það væri svo misjafnt, hvað langan tíma þyrfti
til þess að ná verunum burt og lækna sjúklingana. Sumir
læknuðust við örfáar tilraunir, en aftur þyrfti mánuði til
þess að lækna aðra. Hér væri því hin mesta þörf á spítala,
til þess aS sjúklingarnir hefðu eitthvert hœli, meðan fullnaðai'-
tilraunir væru við þá gerðar.
A eftir fundinum óskaði læknirinn þess, að nokkurir fund-
annenn tækju til máls. Eg var einn af þeim, sem fékk þau til-
mæli, og lét þess meðal annars getið, að forstöðulæknir geð-
veikrahælisins á íslandi hefði komist að nákvæmlega sömu nið-
urstöðu um uppruna geðveikinnar á ýmsum sjúklingum eins og
Hr. Wickland. Svo var að heyra, sem mönnum þætti það all-
merkilegt.
Það veigamesta, sem sagt var á eftir fundinum, sagði
lælvnir einn, sem talaði af miklum áhuga og eldmóði um starf-
semi Dr. Wicklands. Hann skýrði frá því, að nefnd manna
hefði myndast í því skyni að koma upp spítala handa Dr.
Wickland, svo að það góða verk, sem þau hjónin séu að virnia,
geti notið sín að fullu. Sjálfur kvaðst hann hafa tekið að
sér að vera formaður þessarar nefndar.