Morgunn - 01.12.1926, Blaðsíða 72
182
M 0 R G U 1< N
komi, og það hafi ávalt staðið heima — hlutaðeigandi menn
hafi æfinlega kannast við það að hafa hugsað til hennar
á þeirri stund, er hún sá fylgjur þeirra.
Aðallega finst henni fylgjurnar vera ættingjar þeirra,
sem þær fylgja, eða þá kærir vinir þeirra. Ég spurði hana,
hvort henni fyndist þessar fylgjur vera framliðnu mennirnir
sjálfir, eða þá einhverjar myndir af þeim. — Hún sagði, að
sér fyndist þetta vera verurnar sjálfar, og oft hefði hún
þekt þær í jarðneska lífinu. Ekki hefði sér samt tekist að
komast í neitt annað samband við þær en að sjá þær.
Samt yrði hún þess vör, hvort þær væru ánægðar og glað-
ar eða ekki.
A mannfundum sér hún þessar fylgjur, sem henni virð-
ast vera framliðnir menn. Henni finst þær taka einhvern
þátt í því, sem fram fer, gleðjast með mönnunum, þegar
þeir eru kátir, og taka líka þátt í hrygð þeirra.
Ljós sér hún með mörgum, einkum börnum og
unglingum.
Huldufólk.
Ég hafði heyrt, að konan sæi það, sem hún hyggur,
að sé huldufólk, og ég færði talið að því.
Hún kvaðst trúa því fastlega, að það sé til, segist
hafa séð það þegar í barnæsku, og þá hafi hún verið hrædd
við það. Huldufólkið segist hún sjá greinilegar en svipi
framliðinna manna.
Sérstaklega hefir hún haft kynni af hjónum, sem hún
telur hafa búið í gili nálægt bænum. Þessi hjón hefir hún
séð í vöku á ásum nálægt bænum, og sömuleiðis tvö börn
þeirra, dreng og stúlku. Enn fremur hefir hún séð, tvö eða
þrjú sumur, tvær ær þessara hjóna, svartbíldótta og gráa,
með lömbuin. Þessum kindum fjölgaði ekki, en hún kveðst
ekki vita, hvað um lömbin hafi orðið. Einu sinni sá
hún bóndann einn laugardag fyrir hvítasunnu á móalóttum
hesti ríða fram hjá bænum Helgárseli, með poka fyrir aftan
sig. Henni kom til hugar, að hann kæmi úr kaupstað, enda