Morgunn - 01.12.1926, Blaðsíða 12
'1 '22
5Í ORGUNN
Dr. Wickland liefir mikla trú á því, að geðveikin verði oft
'lœknuð með þessum hætti í heiminum. Bersýnilega er þar vand-
hæfni á. Það er auðvelt verk, að koma upp annari eins raf-
■magnsvél og þeirri, sem liann notar. En það er ekki jafn-auð-
•gert fyrir geðveikralækna að fá önnur eins verkfæri og frú
Wickland. Til þess er hætt við, að meiri rækt þurfi að leggja
við það að lcoina upp miðlum en enn hefir verið gert. Og auk
’þess sem frú Wiekland er vafalaust afburða-miðill, þá hefir
hún þá óbifanlegu trú á köllun sinni og á varðveizlu frá æðri
máttarvöldum, sem víst er nokkuð sjaldgæf.
I einni af kirkjunum í Los Angeles fara fram lækningar,
og það í stórum stíl. Presturinn þar er kona. Hún hóf starf-
semi sína þar í borginni fyrir nokkurum árum með öruggri
sannfæring um það, að hún hefði köllun til þess frá guði að
'leiða menn á veg sáluhjálparinnar og líkna sjúkum mönnum.
Því miður gat eg ekki komist í kirkju lijá henni. En eg hafði
nokkrar spurnir af henni. Guðfræði hennar er, skildist mér,
svipuð guðfræði Iijálpræðishersins. Ilún boðar afturhvarf og
trú með gömlum hætti. Og hún læknar í guðsþjónustunum.
Eða réttara sagt, hún biður guð um lækning sjúklingunum
til handa. Óhætt er víst að fullyrða, eftir því sem mér var sagt,
að þúsundir manna séu sannfærðar um, að hún fái bænheyrslu.
Hún hefir og afburða gott lag á því að vekja trúar-hrifning
í kirkjunni. Stundum prédikar hún úti undir beru lofti fyrir
afarmiklum mannfjölda. Eg geri ráð fyrir, að það sé aðallega
lækninganna vegna, hver ógrynni af peningum streyma til
hennar. Iíún byrjaði með tvær hendur tómar, og hún hefir
imeðal annars reist volduga kirkju. Hún fær peninga til íivers
sem hún vill. En hún vill ekkert annað en það, sem hún telur
til eflingar guðs ríki.
Okkur var sérstaklega sagt frá lækningum á tveimur sjúk-
lingum. Önnur þeirra gerðist í kirkjunni. Islenzk kona var þar
viðstödd og sjónarvottur að því, er þar gerðist. Uppi á pall-
inn til kvenprestsins var komið með barn, sem eklcert komst,
nema á tveim bækjum. Presturinn bað uppliátt fyrir því, að