Morgunn - 01.12.1926, Blaðsíða 38
148
MORGUNN
og þeirri, er Páll postuli talar svo iðulega um, og þegar svo
er, þá er skáldskapurinn sannleikur. Þótt þér þekkið söguna
flest, þá ætla eg að rifja hana upp. Þegar blóðsúthellingarnar
voru voðalegastar í Rómaborg og kristnir menn voru hvergi
óhultir í borginni, þá var Pétur þar staddur. Hann var þá
orðinn gamall maður og farinn nokkuð. Yinir hans fengu
hann til að liverfa úr borginni, meðan á mestu ósköpunum
stæði, því að þeir þóttust ekki mega sjá af honum frá kristni-
boðsstarfi hans. Pétur varð við tilmælum þeirra og laumaðist
burt við annan mann. Þegar bann var kominn nokkurar míl-
ur út fyrir borgina, varð hann fyrir undarlegum atburði.
Hann sá slcyndilega birtu mikla á veginum fram undan sér
og í birtunni gekk maður. Ilann þekti, að það var Kristur.
Jesús gekk fram hjá honum og mælti ekki orð. Pétur fékk
einungis stunið upp í geðshræringunni: „Hvcrt ætlar þú,
herra?“ „Inn til borgarinnar,“ var svarað, „til þess að verða
krossfestur í annað sinn.“ Við það ltvarf sýnin, en Pétur
skundaði eins ört og hrumir fæturnir gátu borið hann til Róms
aftur; þar var hann tekinn höndum og krossfestur.
Heila, langa, erfiða æfi hefir það tekið hann, en liann
heíir að lokum lært kristindómsins stóru lexíu, að hvort sem
hann var ungur, lífsglaður fiskimaður við Genesaretvatnið,
fangi í dýflissu Heródesar, eða negldur á krossinn í Róm, þá
var hann þó alstaðar í faðminum á Guði.