Morgunn - 01.12.1926, Blaðsíða 50
160
MORGUNN
.aettu þeir að vœnta leiðsagnar, ef ekki þaðan, uni þau efni,
sem eru órjúfanlega tengd þeirri trú, sem ltirkjan er skyldug
að boða. Bf kirkjan lieldur áfram að fresta ákvörðun sinni, má
hún ekki aðeins búast við hræðilegri klofning áður en langt
um líður, heldur kann og mikið tjón að verða unnið, sem ekki
verður unt að bæta fyrir. Er vér ræðum þetta mál, þá sting-
um vér auðvitað ekki upp á, að birta aðeins eina slcoðun á
því; vér skulum fúslega prenta greinir með gerólíkum slcoð-
unum, svo framarlega sem þær styðja marltmið vort. A því
leikur enginn efi lengur, að ákveðin fyrirbrigði, og það mjög
margvísleg, gerast í raun og sannleika, án þess að nokkur brögð
séu í tafli. Eftir að spíritisminn hafði um tíma verið talinn
tóm svik og fjárdráttur, er nú komið upp úr kafinu, að hann
er eitthvað raunverulegt, sem unt er að rannsaka vísindalega.
Annað mál er það, hvernig skýra eigi fyrirbrigðin. Það er ef
til vill miður heppilegt, að svo margvíslegum fjölda athugaðra
fyrirbrigða skuli vera skipað í einn flokk án nokkurrar sund-
urgreiningar og nefnt spíritismi; og það er líka til þess að
koma málinu út úr þeim glundroða, sem af þessu stafar, að
svo brýn þörf er á að viturleg leiðbeining fáist fi’á þeim
mönnum, sem þekkingu hafa á málinu.“