Morgunn - 01.12.1926, Blaðsíða 108
218
MOIIGUNN
oft fyrir, að missirinn læðist að manni, og það er sem
mönnum veitist þá furðu erfitt að bjarga sér upp og áfram
á þeim tækjum, sem þeim hafa verið kend og gefin«. En
það sé forgöngumönnum sálarrannsóknanna, »sem við hjón-
in eigum svo óumræðilega mikið að þakka við missi elsku
litlu dótturinnar okkar, bæði fyrir okkur sjálf og fyrir
'.hennar hönd«.
í bréfinu stendur enn fremur: »Mitt í sorginni, rétt
fyrir andlát hennar, varð alt í einu svo bjart yfir sjúkrabeð
hennar, að það mun lýsa okkur til æfiloka. En ekki hefði
það getað orðið nema fyrir áhrifin af því, sem þið hafið
talað og ritað um spíritismann og framhald lífsins — í einu
orði sagt, hvað þið hafið fært tilveruna hinumegin nær
mönnunum, sem vitanlega hefir verið hjá fjöldanum í ein-
hverri órafjarlægð og sem í þoku«.
I bréfinu er all-nákvæm frásögn um aðdragandann
að andlátinu. Sú saga er hin fegursta og átakanlegasta.
Deyjandi barnið leggur kapp á að hugga foreldra sína, og
segir þeim, að »það sé svo yndislegt að deyja«. Hún sér
frændkonu sína, sem nýlega er á undan henni farin inn í
annan heim, og hlakkar auðheyrt til þess, að vera sam-
vistum við hana. Og hún segir foreldrnm sínum frá því,
hvað það sé undur-fallegt, sem hún sé farin að sjá í öðr-
um heimi. Öruggleiki barnsins er dásamlegur, vissan um
það, að ekki sé eingöngu öllu óhætt, heldur að yndisleik-
ur og fögnuður sé framundan. Þessari fögru SÖgU lýkur
bréfritarinn með þessum orðum:
»Þér ráðið fljótlega í það, hvaðan skoðun sú er kom-
in, sem kemur fram hjá barninu. Svona mikið eigum við
yður að þakka«.
í SÍðasta hefti Morguns var minst á prest
SPgeðveikhi °g ‘ ens^ú biskupakirkjunni, V. G. Duncan að
nafni, er Iýst hafði í stólræðu tilraunafundi,
sem hann hafði nýlega verið á. Tímarit ameríska Sálar-
rannsóknafélagsins skýrir í sumar frá annari prédikun hans.
Þar svaraði hann þeim mönnum, sem sérstaklega bendla