Morgunn - 01.12.1926, Blaðsíða 69
M O Ií G U N N
17»
þessum efnum sem öðrum gæðum; samt þarf það ekki að vera;
það getur verið að mér að eins finnist þetta, og að von mín
um þessa sælu liafi stefnt of hátt upphaílega, og að hún hafi
átt sín takmörk eins og annað gott í þessu lífi. Eitt er víst:
livort sem þessi nautn mín er að minka eða ekki, þá er liún enn
sælurík og mikil og léttir mér lífsbyrðina ósegjanlega mikið.
Þótt þessi orð séu fá og afarófullkomin, er eg samt ánægð-
ari en áður út af því, að láta þau eftir mig. Eg finn, að vinirnir
mínir, sem eru umtalsefni mitt, senda mér á andlegan hátt
þakklæti sitt og blessun fyrir verkið, því að eg leysi það af
liendi svo vel, sem eg get. Meira verður ekki krafist af neinum.
Daníel Jónsson,
Eiði.
,,Kolamolinn“ og gesturinn.
Sunnudaginn 9. maí síðastl. var eg allan daginn heima hjá
mér — nema hvað eg fór til miðdegisverðar um hádegið. Eg
var dálítið lasinn; þroti var í hálsinum og þreyta, og dálítil
liæsi var þessu samfara; líka var ofurlítill snertur af liita.
Eg var að reyna að fá þetta úr mér með því að hvíla mig
þennan dag, og lá á legubekk hér um bil allan daginn.
Kd. rétt eftir 6 síðd. lá eg og var að pára eitthvað á blað.
Þá sá eg alt í einu í loft.inu, svo sem 3y2 alin frá gólfi, hlut,
með sléttum, hringmynduðum fleti, sem að mér sneri, á að
gizka iy2 þuml. í þvermál, lílcastan glóandi kolamola; þó var
hann ekki nákvæmlega eins á litinn og glóandi kol, sem eg
athugaði á eftir í ofninum, ofurlítið daufari og brúnleitari;
utan um slétta flötinn var eins og hrufótt belti, en innan við
slétt. Þessi hlutur leið í loftinu skáhalt niður, og hvarf und-
ir borðið, bak við einn borðflötinn. Því næst kom liann aftur
í ljós undir borðinu, þá niðri undir gólfi. Mér fanst smellur
hljóta að koma, þegar iiann lenti á gólfinu, en úr því varð
okki, og í sama bili iivarf þetta alveg.
12*