Morgunn


Morgunn - 01.12.1926, Side 28

Morgunn - 01.12.1926, Side 28
138 MORGUNN Þér hafið vai'alaust öll tekið eftir því, hvað sömu söguna má segja með mismunandi móti, og þó segja allir satt og rétt frá. Binn maður er öðrum miklu glöggskygnari á það, á hvaða atriði liann á að legga áherzlu í sambandi við atburðina, er hann er að skýra frá. Hann getur dregið fram aðalatriðin í svo ljósum dráttum, og útilokað svo vandlega aukaatriðin og það sem eklti skiftir neinu máli, að sönn saga fái öll einkenni hinnar bezt rituðu skáldsögu. Bn í skáldsögu eða drama er oft reynt að láta tvö eða fleiri höfuðöfl lífsins mætast í einum brennidepli, svo unt sje að sjá þau í sem sterkustu ljósi. En sé sjálf mannlífssagan, viðburðasagan, rituð af snild, þá hef- ir hún oft þetta einkenni skáldsögunnar eða dramans; atvikin ■eru oft dramatiskari en hið hugvitssamasta skáld getur látið sér til hugar koma. Ein af höfuðgáfum góðs sagnaritara er að koma auga á samband lilutanna og kunna að raða þeim niður á dramatiskan iiátt. Af öllum sagnfræðilegum bókum stendur biblían ef til vill fremst í þessu efni, því að það liafa svo miklir vitmenn staðið að lienni, og reynslan, sem frá er skýrt, er svo marg- brotin og stórkostleg oft og tíðum. Bn í framsetningu og rit- snild er einmitt postulasagan nærri því einstök á meðal bóka Nýja-testamentisins.. Eitt sýnishorn þessa er sagan, sem vér höfum sjerstaklega í huga í dag. Sjálfrátt eða óafvitandi hef- ír ritarinn dregið upp alveg frábæra mynd. Ilann hefir sýnt oss þrjú öfl í mannlífinu, eins og lionum kemur það fyrir sjón- ir. Ilann hefir sýnt oss þrjár tegundir af einkennilegum at- vikum, sérstakar tegundir af sálarlífi; þetta eru eins og þrjú stór spurningarmerki, og þó er þeim öllum svarað með sama svarinu, og alt þetta gjört á einni blaðsíðu. Heródes konungur kemur fyrstur fram á sjónarsviðið, og er næsta dökt yfir myndinni, sem af honum er dregin. Iíásæti hans stóð á völtum fæti og veitti ekki af að styrkja það með allri þeirri álþýðuhylli, sem með nolckru móti var unt að afla sér. Alþýðuhylli er oftast auðfengnust með því að of- sækja óvinsæl mál, fita sem mest hleypidómana og hatrið og fleygja í það einhverju til þess að nærast á. Og þess vegna,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.