Morgunn - 01.12.1926, Blaðsíða 44
‘154
MORGUNN
Iræðslu fyrir aðstoS prestanna. Þeir eru lokaðir fyrir nýjung-
um. Hugsanir þeirra snúast um það, sem er skakt og engu máli
skiftir. Þeir meta kirkjuna meira en Krist, guðræknis-ímynd-
anir meira en augljósar staðreyndir og afbakaðar kenningar
meira en sannleikann. Vitanlega neita þeir þessu með gremju,
>en „af ávöxtunum skuluð þér þekkja þá.“
Hið bamalega mas trprækinna presta um paradís og
hreinsunareld væri ekki til annars en að skopast að, ef það
ileiddi ekki svo marga afvega. í raun og sannleika brosum vér
að þeim hérnamegin. Bf þá og yður og aðra langar til að vita
ihið sanna um heim framliðinna manna og líf þeirra, þá verð-
ið þér að opna liug og hjarta og hlusta á, livað framliðnir
menn geta um þetta sagt. Með öðrum hætti er ekki unt að
'fræða yður um þetta.“
„Þegar þjer andist, haldið þjer áfram að lifa. Dauðinn
ær hvorki sloknun né endir tilverunnar. Pyndinn maður sagði
eitt sinn, að dauði manns væri ekki ósvipaður litun á fati,
með því að hvorki dauðinn né litunin* gerðu að engu, heldur
breyttu aðeins útlitinu.“ Þér finst nú, herra hártogari, þetta
líklega léleg fyndni. Vel má það vera, en hún kemst samt nær
sannleikanum en hið skaðlega orðagjálfur þiskupanna um
'dauðann og hvað viðtekur hér.
Hvað er biskup? Pærið hann úr skrúðanum og takið af
honum blárauða hattinn, svuntuna og leggbjargirnar, og þá
stendur fyrir framan yður óbreyttur maður, og það meira að
segja oftast mjög venjulegur maður. Skipun lians í embættið
er verk einlivers forsætisráðherra, og um val hans hefir vafa-
laust stjórnmálanauðsyn ráðið miklu. Hann kann að vera ment-
aður, hann kann að vera lærður, en hvaðan liefir liann hug-
myndir sínar um dauðann, dómsdag og annað líf? Tlann hefir
tínt þær saman úr guðfræðisúrgangi miðaldanna. Og er það
ekki úrgangur? Guð, sem er svo reiður, að sefa verður liann
með því að fórna einkasyni hans; eilíf glötun öllum þeim,
*) Á ensku: neither (lying; nor ilyeinpr, oröaleikur, sem ekki vorö-
tjr náð í íslenzkri þýtSing;.