Morgunn - 01.12.1926, Blaðsíða 119
MORGUNN
229
um hefir nafn hans ekki verið birt. Hann var kunnugur
smalamanninum, sem sagan segir frá, og fékk atvikin frá
honum sjálfum.
Smalamaðurinn átti heima uppi í fjöllum í Wales, hafð-
ist þar við einn í kofa, sem hann hafði alla æfina átt heima
i, og gætti sauðfjár. Hann sá sjaldan nokkurn mann, nema
þegar hann fór með sauðkindur til markaðar. Prófessorinn
heimsótti þenna smalamann einu sinni, og færði það þá i
tal við hann, að hann hefði tekið eftir tjörn þar nálægt
og hömrum utan um hana. Svipurinn á smalamanninum
breyttist þá skyndilega, og hann fór að tala um tjörnina
sem einhvern helgan stað. Og hann sagði gestinum, hvernig
á því stæði.
Þegar hann var drengur, hafði hann ósjálfrátt dregist
að þessari tjörn — eins og einhver hulinn kraftur knýði
hann til þess að vera að horfa ofan í hana. Einu sinni sá
hann frítt stúlkuandlit í tjörninni, og hann fleygði sér út í
vatnið til þess að bjarga stúlkunni. En þá var þar engin
stúlka. Hann fór til tjarnarinnar daginn eftir, sá þetta sama,
fór aftur út í tjörnina og komst að því sama og áður —
stúlkan var þar ekki. Þessu sama fór lengi fram; hann sá
stúlkuna á hverjum degi; en hann hætti að reyna að bjarga
henni, því að hann var nú kominn að raun um, að þetta
var ekki annað en einhverjar ofsjónir.
Nú liðu nokkur ár, og einu sinni hefir hann farið með
kindur sínar til markaðar. Þá sér hann stúlku, sem hann
þekkir þegar. Þetta var stúlkan úr tjörninni, og hann fékk
að vita, að hún væri bóndadóttir. Þau kyntust og urðu
hjón. Honum þótti óumræðilega vænt um konuna, og þau
bjuggu þarna saman ánægð í kofanum hans uppi í fjöllunum.
En konan hans var veikgerð og draumhneigð og óhæf
til vinnu. Hann gerði alt í húsinu, og hún sat með spent-
ar greipar, þegar hann var að búa til matinn handa þeim.
Hún var æfinlega glöð, þegar hún var hjá honum. En ein
vildi hún aldrei vera. Á hverjum degi fór hún með hon-
um upp í íjöllin á eftir fénu, og sótti það með honum á