Morgunn - 01.12.1926, Blaðsíða 16
126
MORGUNK
ir William Anderson. Eg er honum kunnugur, bæði að fornu
og nýju. Hann er gáfumaður, og eg hefi fulla ástæðu til að
ætla, að hann sé gætinn og athugull rannsóknarmaður. Mér
leikur mjög hugur á að geta birt frásögn af þessum tilraunum,
en eg get það ekki enn, og fjölyrði ekki frekar um það mál að
þessu sinni.
En hins ætla eg að geta, að nálægt Vancouver er íslenzk
kona, sem sennilega hefði orðið mikill lækningamiðill, ef hún
hefði iðkað það til muna. Konan mín fékk glögt merki þess, að
lækningakraít hefir hún. Ilún er lítil kona, mjög liógvær og
hæglát. Hún er sannfærð um, að Þorleifur frá Bjarnarhöfn sé
með sér, og að það sé hann, sem notar hana sem verkfæri til
lækninganna.
Einu sinni var það, að nágrannakona hennar biður hana
að reyna að hjálpa barninu sínu. „Þér hefir tekist að lijálpa
svo mörgum öðrum. Þú ættir að biðja þessa veru, sem með
þér er, að lækna litla drenginn minn,“ sagði hún. Iíún tók
lítið í þetta, færðist heldur undan. Konan ámálgaði þessa
beiðni noklmrum sinnum og virtist trúa því, að ef hún fengist
til að gera tilraun við barnið, mundi það hafa áhrif til bóta.
Svo að hún lofaði loks að nefna þetta við Þorleif. Barnið hafði
skakkan fót, gekk á jarkanum, var orðið nokkurra ára gam-
alt, en átti bágt með að fylgjast með leiksystkinum sínum.
Konan fór að hugsa um þetta og beina huga sínum til Þor-
leifs. Það er skemst af að segja, að einn dag var hún teldn
í sambandsástand heima hjá mér. Svo fór hún í sambands-
ástandinu rakleiðis þangað sem barnið átti heima. Tlenni var
sagt á eftir, þegar hún vaknaði, að það hefði verið líkast því
sem hún væri horfin og í staðinn komin valdsmannsleg rödd
og látbragð miltlu líkara karli en konu. Þessi maður, sem þarna
virtist kominn, segir við móðurina, að hann æt.li að reyna
við fótinn á barninu hennar. Svo gerir hann ýmsar fyrir-
skipanir, þar á meðal um að scekja bindi í lyfjabúð. Slð-
an gerir hann við fótinn og leggur rikt á víð fólkið að
snerta ekki bindið á fætinum í viku, og barnið eigi að halda
kyrru fyrir. Ráðum og fyrirskipunum þessarar veru var í