Morgunn - 01.12.1926, Blaðsíða 100
210
MORGFNN
verið fyrir, fyrir sömu áhrifunum. Næstu nótt kemur þetta
aftur fyrir, hjá þeim báðum. Frúin varð ekki framar fyrir
þessum áhrifum, en karlmaðurinn kendi þeirra oftar.
Manninum batnaði mjög fljótlega, og hann hefir aldrei,
kent þessa kvilla síðan.
Frúin hafði um þetta leyti, um þriggja vikna tíma,.
kent verkjar innvortis, sem henni þótti ískyggilegur, var
hrædd um, að um sjúkdóm væri að tefla, sem ekki lækn-
aðist nema með uppskurði. En hún hafði enn ekki leitað
læknis viðvíkjandi þessu, svo að um þennan verk verður
ekkert frekara sagt. En hann hvarf þegar er hún hafði
orðið fyrir þessum áhrifum.
Um höfuð- og augnveikina er það að segja, að frúnni
fanst hún eitthvað lítið eitt betri, eftir að hún hafði kent
þessara áhrifa. En batinn fór mjög hægt, ef hann var
nokkur. Svona leið fram yfir jól. Hún hafði áhyggjur
af því, að þetta ætlaði ekkert að ganga. Þá dreymir hana
einn morgun, að Margrét sé komin, standi við rúmstokk-
inn og segi:
»Þú skalt engar áhyggjur hafa af þessu. Eg skal sjá um
það«.
Eftir þetta fóru að koma bólguhnúðar og graftrarkýli
um höfuðið og útferð úr þessu. Það hélzt það sem eftir
var vetrar og fram á mitt sumar. Verkurinn fór að hverfa
með köflum þegar útferðin var byrjuð, en ýfðist upp ann-
að slagið.
En nú er svo komið, að fullur bati er fenginn.
Frásögn Arngríms Arngrimssonar.
Arngrímur Arngrimsson, bóndi í Landakoti á Álftanesi,.
54 ára, segir svo frá: Heilt ár hafði hann gengið með
verk í mjóhryggnum. Verkinn lagði fram í holið, niður í
lendar og alla leið niður í fætur. Lækna var leitað og
þeir lögðu til meðöl, en áhrifin af þeim voru engin. í
október í fyrra var verkurínn orðinn svo mikill, að sjúk-
lingurinn hafði aðeins nokkura fótavist, sárþjáður, en gat