Morgunn - 01.12.1926, Blaðsíða 80
190
MORGUNN
»Friðrik segir henni, að hann geti gert meira fyrir þessar
verur, þegar hún sé með honum. Stundum hefir hann sagt
henni, að góður árangur hafi orðið af komu hennar þangað.
Einu sinni kom það fyrir, að »Friðrik« var mjög ant
um, að hún færi með sér. Þau komu á einn af þeim
stöðum, sem þau höfðu komið á áður. Þá bar fyrir augu
hennar yndislega fagra karlveru, í hvítum hjúp. Geislar
stöfuðu út frá þessari veru á allar hliðar, svo að umhverfið
varð feikna bjart. Þessi vera bar af öllum þeim, er hún
hafði áður séð, svo fagrar sem henni höfðu þó fundist
þær. Þessa sýn hefir hún ekki séð nema einu sinni. En
áhrifin af henni voru svo mikil og góð, að hún kveðst
lengi hafa búið að þeim.
Á siðastliðnum vetri gerðist nokkuð, sem aldrei hefir
komið fyrir áður. Þá komu til hennar 6 verur — konur,
að því er henni virtist — og báðu hana að koma með sér.
Ekki átti hún þó að fara til annara heima, heldur til ein-
hvers sjúklings hér á jörðinni. Hún vissi ekki neitt, hvar
þetta var, né hver sjúklingurinn var, nema að hann var
kona, rúmliggjandi, og Margréti skildist sem sú kona væri
mikið veik. Þær röðuðu sér kringum rúmið og báðust fyr-
ir allar krjúpandi. Óljóst sá hún, hvað var í herberginu
umhverfis.
Þegar þær fóru frá þessum stað, sögðu verurnar við
hana, að þær ætluðu að halda áfram að ferðast með henni.
Og þær hafa gert það síðan. Henni finst sem mikið liggi
við, eða mikið sé um þetta beðið einhverstaðar frá, þegar
þetta kemur fyrir.
Hún veit, að til eru staðir, sem hún hefir enn ekki
fengið að koma á, og hún veit, að þeir munu vera þrosk-
aðri, sem þar búa, og fullkomnari, en hinir, sem henni hafa
verið sýndir. Hún vonar, að hún fái að koma víðar. En
henni finst stöðunum vera að fjölga, sem hún kemur á,
frá því er þessar ferðir byrjuðu fyrst.
í kirkju hefir hún komið með vini sínum »Friðrik«, í
hans bústöðum. Kirkjan var nokkuð stór og full af fólki,