Morgunn - 01.12.1926, Blaðsíða 4
114
MORGUNN
hann um samband við ósýnilegan heim, og tók að boða það..
Fyrir það var hann rekinn úr stöðu sinni og stóð uppi alls-
laus. Nokkuru síðar var hann kominn suður til Roehester í
New-York ríkinu, þar sem vagga spíritismans stóð. Þar var
hann prestur fyrir örlítinn og lítilsigldan söfnuð, og prédikaði
í óveglegum samkomusal. Þá fóru að koma skeyti um það hjá.
miðlum, að söfnuðurinn ætti að kaupa kirkju, sem mundi vera
fáanleg. Þessi kirkja hafði kostað 60,000 dollara. Þetta þótti
nokkuð mikil fjarstæða, og menn gerðu ekki annað en lilæja
að því. En saínaðarnefndin fékk engan frið fyrir þessum
skeytum, því að þau héldu áfram. Loks verður það úr, að full-
trúar frá söfnuðinum fara á fund lögmanns, sem sérstaklega
liafði málefni þessarar kirkju með höndum, til þess að for-
vitnast um málið. Þá talast svo til, fulltrúunum til afarmik-
illar undrunar, að þeir geti fengið kirkjuna keypta fyrir 15,000'
dollara, ef þeir borgi samdægurs 500 dollara. Einn af fulltrú-
unum átti þessa fjárhæð í banka, og fór og sótti liana. Söfn-
uðurinn flutti sig inn í kirkjuna, og hefir haldið lienni síðan,.
enda blómgast hann ágætlega. Kirkjan er nú talin 200,000 doll-
ara virði.
Eftir nokkur ár fékk Dr. Austin tilkynningu um það frá
öðrum heimi, að nú þyrfti hans ekki lengur við í Roehester og
að hann ætti að flytja sig til Los Angeles. I-Iann gerði það.
Og hann hefir unnið þar mikið verk.
Við heimsóttum Dr. Austin og fengum þar hinar alúðleg-
ustu viðtökur. Ilann sótti það mjög fast, að eg flytti dálitla
ræðu í kirkju hans næsta sunnudag, segði þar ofurlítið frá
reynslu minni í sálrænum efnum. Eg gerði það og hafði fjölda
tilheyrenda.
Einn af þeim mönnum, sem eg átti tal um við Dr. Austin-
var Dr. Wickland þar í borginni. Dr. Austin tignaði hann
sem hinn mesta ágætismann. Nú langar mig til að segja ykkur
ofurlítið af honum og konu hans.
Eg hafði lesið dálítið um þau áður en eg kom til Los
Angeles. Conan Doyle minnist á þau í annari ferðasögu sinni
um Vesturheim og merkur læknir í London, Dr. Abraliam