Morgunn - 01.12.1926, Blaðsíða 110
220
M 0 R G U N N
enn ítarlegri rannsókn, að ekkert af þessum fyrirbrigðum
stæði í neinu sambandi við annan heim. Ummæli prests-
ins og framkoman öll var svo vingjarnleg og ljúfmannleg,
að eg skirðist við að vekja nokkur andmæli í lok sam-
komunnar. Prestur færði ekki heldur nein rök fyrir þess-
um hugsunum sínum, heldur lét að eins uppi sína skoðun.
Mér fanst ánægjulegast að skilja svo við hann og tilheyr-
endur mína, að fyrir það væri girt, að nokkrar stælur yrðu
á samkomunni.
En eg hugsaði fleira en eg sagði. Þarna var maður,
sem hefir það að lífsstarfi að boða trúarbrögðin, og vitan-
lega gerir það af hinni einlægustu sannfæringu og hjartan-
legustu ást á málefni sínu. Hann hafði auðsjáanlega ekki
hugsað út í það, hvernig trúarbrögðin, sem bygð eru á
opinberun, mundu standa að vígi, ef það reyndist alt mis-
skilningur, að hin svo nefnda »nýja opinberun« ætti nokk-
uð skylt við annan heim — ef menn kæmust að raun um
það með óyggjandi vissu, að öll dularfull fyrirbrigði nú-
tímans ættu að öllu leyti upptök sín hjá jarðneskum mönn-
um, og að ekkert hefði komið fyrir síðustu kynslóðirnar,
sem benti á neitt samband við annað tilverustig. Hvað
mundu hugsandi menn fara að leggja upp úr því trúarlega
gildi, sem fólgið væri í fyrirbrigðum löngu liðinna alda, eftir
að slík vitneskja væri fengin? Tæpast er hugsanlegt, að nokk-
ur önnur jafn-alvarleg hætta gæti fyrir trúarbrögðin komið.
Þessi vinur minn í Vesturheimi stendur svo sem ekki
einn uppi með þessar hugsanir. Þeirra verður stöðugt
vart í ritum og samræðum við menn. Það er skiljanlegt,
að efnishyggjumenn, sem ant er um sina lífsskoðun, haldi
í lengstu lög í þá von, sem kom fram hjá vesturíslenzka
prestinum. En þeir menn, sem ást hafa á trúarbrögðun-
um, ættu að hugsa öðruvísi. Auðvitað er það, að ef mál-
ið snerist á þann veg, sem hér hefir verið á vikið, þá er
ekkert annað unt að gera en að taka því. Allt hlýtur að
víkja, og á að víkja, fyrir sannleikanum, En ekkert hefir
enn komið fyrir, sem bendir í þá átt, að svo fari. Rökin