Morgunn - 01.12.1926, Blaðsíða 64
174
MORQUNN
venjulegum hætti, og fyrir því leitaði liann til Mr. George-
Spriggs, sem þá var í Melbourne, og Spriggs fór í miðilsdá.
Frank og Hugh töluðu af vörum hans, og sögðust hafa drukn-
að, af því að skipinu hefði hvolft. Iíugh sagði þá, að fiskur
hefði rifið handlegginn af líkama Franks og noklíuð af fötum
hans, eftir andlátið. Iíann var spurður, hvort þessi fislcur hefði
verið hákari, og Iíugh svaraði, að fiskurinn liefði ekki verið
líkur neinum hákarli, sem hann hefði séð. Mr. Brown birti
þessa umsögn þegar í fréttablaði.
Fjórtán dögum síðar veiddist nálægt Frankston, 25 mílur
fyrir norðan Melbourne, hákarl þeirrar tegundar, sem er mjög
sjaldgæf fram með ströndum Ástralíu, og alveg ólíkur þeim
bláu hákörlum, sem svo mikið er af þar. I maga þessa hákarls-
fundust bein úr mannshandlegg, og úr Franks Brown, og ýmsir
smáhlutir, sem hann hafði átt. Enginn jarðneskur maður gat
vitað, hvað orðið hafði af handleggnum; hann hafði verið
slitinn af líkinu eftir andlátið og niðri í sjónum. Frá hverjum
kom þá þessi vitneskja? Svarið getur ekki verið nema eitt: frá
sál hins framliðna manns. Mr. Brown hafði gefið út nákvæma
skýrslu um þetta í ritlingi, og presturinn var kunnugur miðl-
inum.
Þá sagði presturinn merkilega sögu því til staðfestingar,
að ljósmyndir geti sannað það, að framliðnir menn geti komið
skeytum til vor. Lady Glenconner, sem nú er kona Edwards
Grey lávarðar, og er nafnkend sálarrannsóknakona, dreymdi,
að sonur hennar, sem féll í orustunni við Somme, kæmi til
hennar og segði: ,,Ef þú fer til Hopes“ (ljósmyndamiðilsins.
nafnfræga), ,,þá ætla eg að koma og leggja hönd mína á vinstri
öxiina, á þér“. Þegar hún vaknaði, skrifaði hún þegar draum-
inn og sonur hennar, Stephen, ritaði undir sem vottur. Hún
lét þessa eltki getið við nokkurn mann, en þau mæðginin fóru
til Crewe, þar sem Mr. Hope á heima, gáfu honum enga vitn-
neskju um, livers þau væntu, en báðu liann að taka af þeim
mynd. Á 2. plötunni kom fram karlmannsframhandleggur,.
úlnliður og krept liönd, sem lá á vinstri öxl frúarinnar. Svo'
merkilegt sem þetta var, þá er sögunni ekki þar með lolcið.