Morgunn - 01.12.1926, Blaðsíða 124
234
MORGUNN
birta í „Morgni“ árangurinn, sem orðinn er af starfi og við-
leitni íslenzku nefndarinnar. Allmikið er þegar ritað um sálar-
rannsóknir og andahyggju hér á landi og getur þá þetta liundr-
að-orða-safn orðið einliverjum til leiðbeiningar. Bezt er að
festa sem fyrst í málinu góð orð á þeim erlendu hugtökunum,
er oftast eru notuð.
Prenta eg hér erlendu orðin, samkvœmt skrá dr. Walters
F. Prince, með skilgreining þeirri, er þeim fylgdi. En skil-
greiningarnar þýði eg á íslenzku og get í sambandi við þær
um íslenzku orðin, sem vér teljum réttast að nota. Eru þau
skáletruð. Þó skal það tekið fram, að eg hefi ekki farið eftir
skilgreiningum hans að öllu leyti, lieldur breytt þeim á stöku
stað, þar sem oss þótti annað réttara. Uppástungur um þær
breytingar flestar sendi eg honum vorið 1923. Vér tókum held-
ur ekki á skrá vora nákvæmlega öll orð hans, heldur feldum
fáein burt, en tókum önnur í þeirra stað, er vér töldum nauð-
synlegri. Þau orð, sem auðkend eru með stjörnu, réðum vér
frá að nota.
Eg bið menn að lokum að muna, að þessi skrá vor er að-
eins lítilfjörleg byrjunartilraun, sem bæta má síðar og því bet-
ur, sem meira verður um þessi efni ritað.
1. Aesthesia það að verða einhvers var með einhverju skilningar-
vitanna, skynjun.
2. Agent persóna, sem fjarhrif virðast koma frá, sendandi, valdur.
(sbr. þegi).
3. Anaesthesia tilfinningarleysi, óskynjun (lýsingarorð anaesthe-
tic = óskynja).
4. Apparitlon notað um þær hvikskynjanir, er menn sjá mann,
suipur. Ef um aðra svipi en manna er að ræða, verður að
bæta sérstöku orði við, til þess að tákna, að svipurinn sé af
skepnu, fugli o. s. frv.
5. Apport hlutur fluttur með dularfullum hætti (gegnum efni eða
úr mikilli fjarlægð), tilburður (sbr. tilberi), dulflutningur.
6. Automatic starfandi af sjálfu sér, ósjálfráður (I.); notað um
mann, sem gerir eitthvað ósjálfrátt. Automatic script, eða
automatic writing, ósjáifráð skrift. Automatic drawing
ósjálfráð teilmun.