Morgunn - 01.12.1926, Blaðsíða 5
MORGUNN
115
"Wallace, hafði ritað grein um lækninn i Light, sem eg hafði
lesið. Báðum kemur þessum læknum saman um, að Dr. Wick-
land sé afarmerkilegur maður, og að sú tíð hljóti að koma, að
honum verði skipað á bekk með þeim mönnum, sem mestar
uppgötvanir liafa gert í læknisfræðinni. Ilann er geðveikra-
læknir, og er sanníærður um, að mjög mikið af geðveikinni
stafi af áhrifum frá öðrum lieimi. Þessa skoðun reisir hann á
30 ára rannsóknum.
Lækningaaðferð lians er í stuttu máli þessi: Hann veitir
rafmagnsstraum með töluverðu braki og brestum og neista-
flugi á sjúklinginn. Eftir hans kenningu verða þær verur, sem
sjúkdómnum valda, varar við rafmagnsstrauminn, þar sem
þær eru eins og í liálígildings fangelsi í áru sjúklingsins. Þær
hröklast burt undan rafmagninu. Þá taka við þeim þær ó-
sýnilegar verur, sem eru í samvinnu við lækninn. Þær koma
hinum verunum í samband við miðil læknisins. Sá miðill er
konan hans. Yerurnar koma svo fram hjá læknisfrúnni, þegar
liún er komin í sambandsástand, tala þá af vörum liennar. Og
nú er farið að tala við þær, koma þeim í skilning um, livernig
ástatt er um þær, að þær megi eltki halda áfram uppteknum
hætti með sjúklingana o. s. frv. Með þessum hætti er fullyrt
að sægur af sjúklingum hafi læknast.
Áður en þau hjónin byrjuðu á þessum lækningum, hafði
verið fullyrt gegnum liana, að hún væri sérstaklega vel fallin
til þessa starfs, og að lienni væri ætlað að inna það af hendi.
Óvenjulega miklir miðilshæfileikar höfðu komið fram lijá
henni. Einkum virðist hafa verið lögð áherzla á að sýna, að
hún væri hentug til þess starfs, sem hennar beið. Að minsta
kosti lítur læknirinn svo á. Eg ætla að segja ykkur tvær sög-
ur, sem eg tek úr bók þeirri, er hann hefir gefið út um
reynslu sína.
Þegar fyrri sagan gerðist, var hann að læra læknisfræði,
en var kvæntur. Ilann var að byrja að læra líkskurð. Hann
fór heiman að, án þess að vita, að liann ætti þann daginn
noldcuð við líkskurð að fást, og hann fullyrðir, að konan lians
hafi ekki getað með neinum venjulegum hætti fengið neina
**