Morgunn - 01.12.1926, Blaðsíða 58
168
MORGUNN
Ilugmyndirnar breytast.
Sama máli er að gegna um þær trúarlegu skoðanir, sem
þeir ílytja oss. Þegar þeir koma yfir um, þá kynnast þeir
öðrum, sem íluzt hafa þangað litlu fyr en þeir sjálfir. Þessir
menn eru að sjálfsögðu fegnir að fá áheyrendur og láta þegar
uppi skoðanir sínar á öðrum eins efnum og guðdómi Krists,
hvað guðdómurinn sje, endurholdgun og öðru því líku. Piltur-
inn hraðar sér til jarðar, kemst í samband við fjölskyldu sína
og segir henni frá öllum þeim dásemdum, er hinir nýju kenn-
arar hafa frætt hann um. Þessi „dásamlega“ fræðsla er gefin
út í bók og send út í heiminn sem ný opinberun Guðs til
mannanna.
En svo kemur eftirleikurinn. Eftir nokkurn tíma segir
pilturinn fjölskyldu sinni, að til hans hafi komið kennari frá
æðri sviðum, og sér hafi verið ráðið til, er hann væri nú far-
inn að átta sig nokkuð á hinu nýja lífi, að fá samfelda fræðslu-
Hann gæti ekki komið til þeirra um nokkurt skeið. En hann
muni gjöra það eins fljótt og honum sé unt. Og nú kemur
hlé, langt eða skamt, eftir því sem verkast vill.
Sambandið hefst aftur eftir ef til vill eitt ár. Nú fer
hann sér hægara. Iiann hefir aflað sér fræðslu, en ekki frá
einhverjum og einhverjum flokki manna, er héldu, að þeir væru
spekingar miklir og áttu heima á því sviði næst við jörðu, er
hann fór fyrst til, eftir að liann lézt. Iiann hefir nú yfir-
gefið byrjendaskólann og komist gegnum deild háskólans, ef svo
mætti segja. Iíann minnist á hin fyrri skeyti, er hann hafði
sent þeim, tekur að leiðrétta þau og endurskoða í ýmsum
efnum, út frá þeim þekkingarauka, er hann nú hefir fengið.
Iíann segir sinni undrandi fjölskyldu, að þegar liann hefðl
sent liin fyrri skeytin, hefði hann ekki verið svo skarpskygn
eins og liann sé nú, og hann hefði komist að raun um, að
margt, sem hann liafði áður sagt þeim, væri ekki með öllu
rétt. Stundum eru þessi síðari skeyti líka birt. Stundum ekki.
Einn af þessum ungu öndum, er hóf að nýju samband við
jarðneska vini sína eftir nokkurt hlé, kemst svo að orði: „Þeg-
ar eg talaði við ykkur áður, var eg nýkominn hingað. Eg var