Morgunn - 01.12.1926, Blaðsíða 26
136
MORGUNN
unt er að beita viS efnafræðisrannsókn 1 Eða er það aðeins-
kraftur? Og frá hverju stafar þá sá kraftur? Nóg er rann-
sóknarefnið, ef menn að eins fást til þess að athuga það, sena
óneitanlega er að gerast.
Svo er önnur tegund eða aðrar tegundir dulrænna fyrir-
brigða, sem ekki verða heimfærðar undir þetta, sem eg hefi nú
minst á. Þar virðist fara fram annars konar andleg starfsemi.
Eg get eklíi gert þess grein nií, sem fyrir mér vakir í því efni.
Eg ætla að eins að benda ykkur á lækningu konunnar í Blaine.
Hvern þátt átti konan í Seattle í lækningunni? Kom hún af
stað einhverjum andlegum öflum, sem læknuðu? Er það rétt
skilið af konunni í Blaine, að ósýnilegar verur hafi verið utan
um hana og læknað hana? Eða var það andi sjálfrar hennar,
sem verkið vann? Varð hann svona máttugur við það að hún
lagði kapp á að hreinsa sál sína? Ef svo var, hvað var það þá
sem breytti þessari efagjörnu konu svona og gaf anda hennar
þennan mátt ?
Mér finst miklu samboðnara skynsömum og mentuðum
mönnum að reyna að gera sér einhverja grein fyrir þessum og
öðrum svipuðum spurningum, sem dulrænu lækningarnar
vekja, en að vonzkast út af þeim. Sérstaklega er sú vonzka kyn-
leg hjá þeim mönnum, sem láta sig trúarbrögðin miklu skifta.
Því að enginn vafi virðist geta á því leikið, að þau eiga rót
sína, að rekja til ýmiskonar dulrænna áhrifa, sem efnisheimur
vor hefir orðið fyrir úr andans heimi. Og þar hafa lækning-
arnar ávalt skipað heiðurssætið.