Morgunn - 01.12.1926, Blaðsíða 96
206
MORGUNN
rik« um lækningu á bólgnum kirtli á hálsinum, sem mikill
verkur var kominn í. Bréf kom frá Margréti í júlí, með
loforði um, að hann kæmi. Nóttina eftir að hún fær bréf-
ið frá Margréti, verður uppkomin dóttir hennar óróleg.
Hún svaf í herbergi fyrir framan stofuna, sem frú Guðrún
var í. Stúlkan segist ekki geta sofnað og vera hrædd.
Það verður úr, að konan hefir rúmaskifti við dóttur sína.
Eftir að hún hafði legið í rúmi dóttur sinnar 5—10 mín-
útur, sér hún, glaðvakandi, að henni finst, mann kominn
að rúminu, berhöfðaðan, í ferðafötum, »stormjakka« og
stuttbuxum. Eitthvað, sem hann var með, sá hún hann
leggja til fóta í rúmið. Þá leggur hann hægri höndina á
brjóstið á henni og upp að hálsinum. Hún sá höndina
greinilega, drifhvíta og fallega lagaða, og hún fann að hönd-
in var óvenjulega mjúk. Hann var meðalmaður á hæð,
þrekinn, feitur í andliti, kringluleitur og skegglaus. Hárið
fremur dökkleitt, þó ekki svart, líkust því, sem það væri
að byrja að hærast og aldurinn sennilega nálægt fimtugu.
Hann leggur höndina á hana, og hún fær titring, lík-
an og áður, en vægari samt. Hún sezt upp í rúminu,
bendir honum á bólgna kirtilinn, og segir, að þetta sé
sjúkdómurinn, sem hún hafi ætlað sér að biðja hann að
lækna. Þá segir hann:
»Þetta þarf eg ekki að lækna. Þeir geta það lækn-
arnir í Reykjavík«.
Þetta heyrði hún jafn-greinilega og hún er vön að
heyra til þeirra, sem tala við hana, og hún sá hann jafn-
greinilega og aðra menn.
Þegar hann hafði farið höndum um hana og sagt
þetta, sá hún hann taka dót sitt af rúminu. Meðan hann
var að taka dótið, fanst henni eins og hvíslað væri að
henni, að maður biði hans öðruhvoru megin hurðarinnar*
í sama bili var hann horfinn.
Verkurinn hvarf úr kirtlinum frá þessari stund og hefir
ekki komið aftur. En kirtillinn heldur áfram að vera
bólginn.