Morgunn - 01.12.1926, Blaðsíða 85
M 0 R G U N N
195
að réttar væri ekki unt að fara með það, sem mér hafði
verið sagt.
Hún veiktist 11 ára, og hafði verið heilsuveil lengi.
Hún þoldi ekkert að lesa fyrir augunum. Læknir sagði
henni, að hún gæti ekki fengið fulla bót, nema ef það yrði
hjá augnlækni. Gleraugu voru reynd, en þau dugðu ekki.
í nefinu og kokinu hafði hún haft sjúkdóm frá því er hún
var lítið barn. Þrisvar hafði verið skorið úr hálsinum, en
þetta kom alt af aftur eftir dálítinn tíma. Þegar lækningar
var leitað, þeirrar sem hér segir frá, var önnur nösin stopp-
uð, og hin nösin að nokkuru leyti, kvillinn ekki orðinn
eins slæmur og hann hafði verið verstur, en auðsjáanlega
á þeirri leiðinni að verða mjög vondur. Hryggskekkju hafði
hún, eftir því sem læknar sögðu. Þrisvar hafði hún fengið
brjósthimnubólgu, á 8., 9. og 10 ári, var veil eftir hana og
mátti ekkert á sig reyna.
í spítalann á Sauðárkróki fór hún vegna hryggskekk-
junnar á 13. árinu og var þá flutt á kviktrjám. Þar lá
hún 18—19 vikur, frá byrjun túnasláttar þangað til mánuð
af vetri. Þegar hún fór af spítalanum, var hún nokkuð
hress og fór ríðandi heim. En þegar þangað kom, gat hún
ekki verið á fótum og var við rúmið allan veturinn. Með
vorinu fór hún að klæðast meira, en heilsan engin, lá hjá
fólkinu úti á túninu, þegar það var að vinna á. Um vorið
fluttist hún með foreldrum sínum frá Tyrfingsstöðum að
Ytri Kotum, og klæddist um sumarið og haustið, en var
mesti aumingi.
Mánuð af vetri var Margréti Thorlacius sent bréf um
þennan sjúkling. Svar kom ekkert frá henni. En hálfum
mánuði eftir að skrifað var, verður hún eitt kvöld svo mátt-
laus og syfjuð, sem hún átti ekki vanda til, að hún gat
ekki uppi hangið. Þá háttaði hún og sofnaði. Um kvöldið
er hún vakin til þess að borða, en hún getur þá ekki lokið
upp augunum og ekkert borðað. Hún sofnar þá aftur og
hana dreymir, að inn í baðstofuna sé kominn maður, sem
hún hefir aldrei séð, og sitji á einu rúminu. Hann var vel
13*