Morgunn - 01.12.1926, Blaðsíða 30
140
M0R6UNN
Hann er enn á ný me<5 meistara sínum úti á Galileuvatninu,
eða á strætunum í Kaperaaum, eða á fjallinu, þar sem hann og
íelagar hans höfðu séð hina dularfullu og dásamlegu breyt-
ingu verða á útliti Jesú; eða ef til vill heyrði hann hanana
gala enn á ný og sér ásökunaraugu Jesú stara á sig og finnur
tárin koma fram í augu sér og kökkinn koma upp í hálsinn, er
hann skilur, hvað hann hefir gjört.
En verðum við ekki, þegar alt kemur til aUs, að líta á
svefn fangans, svona djúpan og rólegan, sem tákn vanmáttar
og vanþekkingar mannsins? „Fanginn er ímynd“, getum viS
sagt, „þess, live varnarlaus og örmagna maðurinn er í liönd-
unum á atvikunum. Voðinn grúfir sig yfir hann og ætlar að
hremma hann. Og hann tekur ekki einusinni eftir því, hvað
í aðsigi er; hann lieyrir ekki fótatak hættunnar, sér ekki
skuggann yfir höfði sér — heldur sefur hann.“ Væri ekki eðli-
legt, að þær hugsanir vöknuðu hjá manni? Jú, ef ekki væri
enn ein persónan í dramanu, hin sama, sem er að baki, þótt
hún sé ekki ávalt í baksýn, að hverri mannanna sögu. Hér er
óvinurinn að búa banaráð sín og vinirnir að biðjast fyrir;
maðurinn sjálfur, sem ógnirnar steðja að, hefir lokað augum
sínum og lagst til svefns. En það er annar, sem ekki sefur, en
er nálægur á öllum þessum stöðum og lieldur þráðunum í hendi
sér, heldur valdi harðstjórans í lófa sínum, lilustar á bænar-
orð vinanna og svarar trausti barns-mannsins með því að láta
svefnhöfga síga á brá lians. En nú er tíminn að koma fyrir
hann að taka í taumana. Síðasti þátturinn er að koma fram
á Jeiksviðið. Tími lausnarinnar hefir verið ákveðinn og sá,
sem valinn hefir verið til þess að framkvæma verkið, er reiðu-
búinn til þess að rétta hinuin dauðadæmda manni liönd sína.
Pétur sefur, en honum er líka óhætt að sofa, því að það er
vakað yfir rúmi hans, þó að það sé ekki annað en hálmfleti á
beru gólfi. Iíann gistir nú í alveg sérstökum skilningi ,,í skugga
hins almáttga“, eins og sálmaskáldið kemst að orði.
Vér höfum hér, eins og eg í upphafi benti á, smá-kristalla-
seraða mynd af vandamálum mannlífsins. Það er ein alsherjar
yfirgnæfandi spurning, eitt sívakandi þrætuefni í allri sögu