Morgunn - 01.12.1926, Blaðsíða 98
■208
M 0IIG U N N
’hún verði að ganga varlega. Munurinn segir hún, að sé
svo mikill, að því jafni hún ekki saman.
Af manninum hennar er það að segja, að bólgan var hér-
umbil alveg horfin úr fætinum um morguninn, og hann varð
mikið betri af gigtinni. En svo kom það fyrir hann, að
hann lenti í óvenjulegri áreynslu í ferðalagi. Þá versnaði
gigtin aftur, enda varð hann alt af að leggja mikið að sér.
En bólgunnar hefir lítið orðið vart
Konan hefir aldrei orðið vör við neitt annað dularfult
um æfina.
Frásögn frú Valgerðar Guðmundsdóttur
Bergþórugötu 15, Reykjavík.
Hún er þriðja konan, sem nefnd var á blaði Ágústs,
og fyrri þáttur þess, sem hún hefir fiá að segja, gerðist
sömu nóttina, sem Ágúst taldi sig verða áhrifanna var
fyrra skiftið. Hún liggur í sullaveiki, eftir því sem læknar
sögðu, með 40 stiga hita. Hún tjáir sig hafa verið »milli svefns
og vöku«. Þá heyrir hún bankað léttilega og sér hurðinni
lokið upp. Engan mann sér hún. En nú finst henni alt í einu
hún sofna. Henni finst sagt við sig að liggja eins og lækn-
ir væri að skoða hana, og hún breytir um stellingar sam-
kvæmt því. Þá finnur hún, að hún er öll kramin og kreist
á annari síðunni. Meira verður hún ekki vör, nema hvað
hún sér tvo menn upp undir hendur, en ekki lengra.
Eftir þetta fer henni dagbatnandi, og eftir í mesta
lagi hálfan mánuð kennir hún ekki meinsemdarinnar.
Frá hvítasunnudegi 1925 til miðs ágústmánaðar í sum-
ar kendi hún sér einskis meins. Þá veiktist hún aftur af
sama sjúkdómnum, en mikið vægara en áður. Hún leitaði
þá ekki Iæknis, í von um það, að hún mundi fá batann
úr sömu átt. Hún var við rúmið 3 vikur, og á miðjum
þeim tíma er hún eina nótt í móki, og sér þá tvo menn
koma inn i hvítum sloppum. Annan jieirra sér hún þá
allan, og hugði hún það vera »Friðrik«, enda hafði hún
þráð mjög að fá að sjá hann. Henni virtist þessi maður
J