Morgunn - 01.12.1926, Blaðsíða 56
MORGUNN
1()6
hvað mundi gerast hér og þar, og hve lengi ófriðurinn mundi
haldast. Mér þótti vænt um þá fyrir þetta. Þeir voru svo
einlægir og þeim var svo mikil alvara, og þeir voru svo al-
vitrir. Þeir höfðu farið úr þorpinu sínu út í víðari veröld, en
þeir höfðu ekki lagt niður þá liressandi, ungu fullvissu, sem
er einkenni hinnar nýju kynslóðar, þegar hún er að skjóta
frjóöngum. Mjer hefði þótt miður, ef þeir hefðu lagt þetta
niður, því að þá liefði eitthvað skort á meðfæddan yndisþokka
æskunnar. Það hefði verið óeðlilegt og óhugnaður af því stað-
ið. Nei, eg vildi heldur hafa þá eins og þeir voru — sjálfum
sér og elskulegri æsku sinni samkvæmir.
Jæja, eg hefi nýlega lesið nokkur bindi af fregnum, sem
lialdið er fram, að komi einmitt frá ]>essari stétt manna —
hermönnum, pilt.um, er fallið liöfðu í ófriðnum; þeir hafa ekki
breyzt hina minstu ögn. Það er sami fúsleikinn til þess að
skýra frá því, er þeir vita, og halda að þeir viti; það er sami
ákafinn við að segja fólki sínu á jörðinni, liverjar skyldur þess
séu. Þeir hafa á reiðum höndum allskonar fróðleik um það, hvað
koma muni fyrir heiminn, og hvað vér eigum að gjöra, með
þær væntanlegu breytingar fyrir augum.
Þeim þykir afar mikil ánægja að því að skýra frá iand-
inu, er þeir séu nú í. Þeir eru ekki lengur á lilautum vegum
eða í skotgröfum, hálfum af vatni, eins og í Frakklandi, né
í þurrum eyðimörkum Mesopotamiu. Það er sjálft Sumarland
Guðs. Þeir segja oss náltvæmlega, hverju himininn sé líkur og
draga ályktanir um alheiminn af þeirri litlu slták hinna óend-
anlegu heima, sem þeim hefir auðnast að lenda á.
En eftirlætis-umræðuefni þeirra er guðfræði. Og um það
efni eru skoðanir þeirra eins skiftar og andstæðar eins og þær
voru, þegar þeir voru að stæla í skotgröfunum.
Ein skák hinna miklu heima.
Þessu er venjulega háttað á þessa leið: Móðir eða systir
eða eiuhver annar úr fjölskyldunni, fœr röð af skeytum, rit,-
uðum ósjáifrátt, Þetta fólk þekkir sérkennileika piltsins, sem