Morgunn - 01.12.1926, Blaðsíða 89
M 0 R GrUJSTN
199
vildi ekki sleppa tækifærinu að vita, hvað að mér gengi,
og læt taka mynd. Það sannaðist þá, sem Rafnar sagði í
fyrra, það var beinvöxtur um hnéliðinn. Ég fékk áburð
hjá Rafnar, og batnaði á fáum dögum, og hefi ekki fundið
til síðan. Kr. S. Sigurðsson, trésmiður.
Berklar.
Árið 1921 veiktist Sigurður sonur minn fyrir brjósti
og mátti heita, að hann lægi rúmfastur í 2 ár. En sumar-
ið 1923 breytti veikin sér þannig, að berklarnir fóru i
hrygginn. Við foreldrar hans gerðum alt, sem í okkar
valdi stóð, til að leita honum hjálpar og lækningar. Og
um veturinn komum við honum fyrir á sjúkrahúsi á Ak-
ureyri, og lá hann þar nokkura mánuði. Svo í maí um
vorið tókum við hann heim. Hann var þá heima um sum-
arið, og verður þess að geta, að héraðslæknir okkar, Sig-
urjón Jónsson, stundaði hann af hinni mestu alúð og ná-
kvæmni, enda fór honum batnandi í hryggnum. En í ágúst-
mánuði fær hann berkla í fótinn. Urðum við þá mjög
vonlítil um að bata væri að vænta fyrir hann. Margir
vinir okkar urðu til þess, að ráða okkur til að leita Mar-
grétar Thorlacius í Öxnafelli. En við hjónin vorum treg
til þess, því að við töldum slíkt hina mestu hégilju. Viss-
um hins vegar, að við nutum ráða hins bezta og samvizku-
samasta læknis. Samt verður það úr, að frændkona mín,
sem þekkir Margréti, skrifaði henni og bað hana að hjálpa
okkur. Þá er það eina nótt, um þetta sama leyti, að ég
vakna skömmu eftir háttatíma við það, að mér finst ein-
hver vera inni í herberginu okkar hjónanna. Ég svipaðist
um í herberginu, en gat engan séð, enda var dimt. Samt
sem áður gat ég ekki sofnað strax, því mér fanst endilega
að einhver væri inni, og við rúm drengsins, sem var þar
inni í herberginu. Ég sagði konunni minni frá þessu, þeg-
ar ég vaknaði um morguninn.
Drengurinn svaf vært til kl. 10. Þá vaknar hann og
segir mömmu sinni, að hann hafi dreymt undarlegan