Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2009, Blaðsíða 10

Andvari - 01.01.2009, Blaðsíða 10
8 GUNNAR STEFÁNSSON ANDVARI Það kemur nú forsetanum í koll og traust á honum hefur hríðfallið að því er kannanir sýna. En á meðan hann talaði ákaft fyrir útrásinni var ánægjan með hann hins vegar meiri en nokkru sinni, samkvæmt könnunum. Líklega er sönnu næst að í þessu felist vitnisburður um sjálfsmynd þjóðarinnar sem fellur nú ört eins og loftvog í skörpum veðrabrigðum. Svo margir hagfræðingar hafa látið ljós sitt skína eftir hrunið að tilgangs- lítið er fyrir leikmenn að velta fyrir sér úrræðum og afleiðingum þessara eða hinna aðgerða stjórnvalda. Hagfræðingunum ber illa saman. Þeir sem stýrðu málum á meðan þjóðarskútuna rak upp á sker höfðu líka sér við hlið hópa hagspekinga sem í krafti sinnar þekkingar hefðu kannski átt að geta séð váboða og varað við. Annaðhvort gerðu þeir það ekki eða ekki var á þá hlustað. Og þegar svo er: hvaða möguleika hefur almenningur til að byggja traust sitt á úrræðum stjórnvalda, hver sem þau eru hverju sinni? Atburðir eins og þeir sem gerst hafa á íslandi síðasta ár, bankahrunið og það sem því fylgdi, hafa skekið allt samfélagið. Við höfum upplifað búsá- haldabyltingu, stjórnarskipti, umskipti í yfirstjórn seðlabanka og fjármála- eftirlits. Við höfum fyllst reiði yfir Icesavemálinu, við skynjum sorg og von- leysi þeirra sem höllum fæti standa og horfa fram á að tapa eigum sínum, atvinnu og jafnvel lífsgrundvelli. Það er spurt um aðgerðir til að bjarga heimil- unum og vonandi hillir undir þær þegar þetta er ritað í lok september. Þetta ástand hefur sannarlega leyst úr læðingi mikið tilfinningarót. Og auðvitað er þar kominn frjór jarðvegur fyrir æsingamenn og lýðskrumara. Það þarf ekki lengi að lesa bloggsíður til að rekast á skrif sem lýsa helst fólsku og mannhatri. Svona viljum við ekki hafa þjóðfélag okkar. Við höfum trúað því að við byggjum í velferðarþjóðfélagi sem veitti okkur í annan stað frelsi og mannréttindi en sæi líka um að enginn þyrfti að líða neyð, að við búum við öryggisnet sem grípur þá sem skrikar fótur svo þeir falli ekki. Þetta er það norræna módel sem mörgum er hugstætt og sú ríkisstjórn sem nú situr vill kenna sig við. Það er auðvitað ekki fullkomið fremur en önnur mannanna verk, en er samt sú þjóðfélagsskipan sem best hefur reynst. * Eru atburðir síðasta árs, hér heima og í öðrum löndum, til marks um skipbrot kapítalismans? Og ef svo er, hvað á að koma í staðinn? Þetta reifar Jón Ormur Halldórsson stjórnmálafræðingur í blaðagrein á liðnu sumri sem heitir „Stóra spurningin“. Og sú spurning er einmitt þessi: Getur eitthvað komið í stað kapítalismans? Jón Ormur bendir að sjálfsögðu á þau víti til varnaðar sem tuttugasta öldin hefur skilið eftir sig í ógnarstjórn sem annars vegar byggist á þjóðernisofstæki nasismans í Þýskalandi og hins vegar skefjalausri kúgun kommúnismans í Sovétríkjunum. Það er raunar eftir-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.