Andvari - 01.01.2009, Blaðsíða 46
44
SIGURÐUR E. GUÐMUNDSSON
ANDVARI
Lykilmaður við myndun viðreisnarstjórnarinnar
Við valdatöku viðreisnarstjórnarinnar 20. nóvember 1959 urðu tímamót
í efnahagsmálum. Gamaldags og úreltri hagskipan var kastað fyrir
borð, skipan, sem Gylfi og félagar hans litu á sem draug fortíðar, er
ekki hæfði íslandi samtímans og framtíðarinnar. Telja má víst, að sem
akademískur fræðimaður í hagfræði hafi hann, að fenginni reynslu í
desember 1958, ekki lengur viljað leggja nafn sitt við niðurgreiðslu- og
uppbótarkerfi með austantjaldsblæ, sem var orðið að hálfgerðu viðundri
á Vesturlöndum. Sem slíkur og sem stjórnmálamaður hafi hann viljað
koma á laggirnar nýrri hagskipan að samtímalegum vestrænum hætti.
Alþýðuflokkurinn og Framsóknarflokkurinn hefðu sennilega getað
náð samkomulagi um aðalatriði hennar, en þeir höfðu ekki meirihluta
í þinginu.
í allri þessari atburðarás kemur hlutur Gylfa mjög sterklega fram.
Telja má víst að afstaða hans hafi ráðið úrslitum um það, að full-
komin samstaða tókst í Alþýðuflokknum um að leita eftir samstarfi
við Sjálfstæðisflokkinn um myndun viðreisnarstjórnarinnar; alltént
er ljóst, að hefði hann beitt sér gegn henni hefði það valdið miklum
erfiðleikum. Ennfremur var hann, ásamt Emil Jónssyni, aðaltalsmaður
Alþýðuflokksins um efnahagsmál í stjórnarmyndunarviðræðunum og
þess vegna einn helzti áhrifavaldur um mótun hinnar nýju efnahags-
stefnu. Alla tíð síðan hefur henni verið fylgt í grundvallaratriðum.
Hann hafði ekki aðeins mótandi áhrif á stefnumörkun Alþýðuflokksins
á þeim vettvangi, heldur tókst náið og mjög gott samstarf við Ólaf
Thors, forsætisráðherra, sem eðli málsins samkvæmt fór með efnahags-
mál í ríkisstjórninni. Svo virðist sem þeir hafi, með daglegum sam-
tölum, í rauninni mótað efnahagsstefnuna í smáatriðum, auk þess, sem
Gylfi mun árum saman hafa átt vikulega fundi með þeim Jóhannesi
Nordal og Jónasi H. Haralz í Seðlabankanum. Gylfi var bæði mennta-
málaráðherra, banka- og viðskiptamálaráðherra. Afstaða hans til
stjórnarmyndunar haustið 1959 leiddi einnig til þess, að með henni var
Alþýðubandalagið afskrifað sem hugsanlegur samstarfsflokkur í ríkis-
stjórn, að óbreyttum aðstæðum. Varð það til þess, að bandalagið og
framsóknarmenn voru í stjórnarandstöðu í tólf ár samfleytt.46
Viðhorf Gylfa til stjórnarmyndunar haustið 1959 átti sér eflaust
djúpar rætur, en umfram allt byggðist það á þeirri bjargföstu sann-
færingu hans, að tíð hinnar gömlu hagskipunar væri lokið og taka