Andvari - 01.01.2009, Blaðsíða 90
88
SVEINN EINARSSON
ANDVARI
atburðirnir nánast endursagðir og ekki úr þeim unnið, eins og sjálf handtaka
Trampes greifa. Og rómantísk ástaratriði þeirra Jörundar og Guðrúnar á
Dúki munu væntanlega illa hafa staðist tímans tönn. Lýkur leiknum á því að
Jörundur er hylltur fyrir hugdirfð sína við að bjarga þeim mönnum sem síðar
áttu eftir að reynast honum illa, allir utan Hooker.
V
LFm þrjátíu árum síðar en leikrit Indriða kom fram, freistaði þessi sérstæða
saga ævintýramannsins Jörundar annars af helstu leikskáldum landsins. Það
var Agnar Þórðarson sem samdi framhaldsleikrit fyrir útvarp, sem sent var
út í 12 þáttum undir heitinu Hæstráðandi til sjós og lands veturinn 1965-66.
Síðar breytti Agnar þessu verki og stytti og birtist það á prenti sem leikrit í
þremur þáttum 1969. Því verki var gefið nýtt heiti, Hundadagakóngurinn.
Þessi iðja, að semja framhaldsleikrit með innlendu efni, nýju eða gömlu, var
vinsæl á þessum árum en hefur því miður aflagst í dag, nema þegar um er að
ræða reyfara. En saga Jörundar er auðvitað litlu minna spennandi en góðar
glæpasögur og Agnar heldur þannig á efninu. Og einnig hann virðist hafa
kynnt sér efni sitt mjög gaumgæfilega. í hinu prentaða leikriti er sleppt fyrstu
köflum framhaldsleikritsins sem gerðust í Bretlandi, en í fyrsta þætti dvalið
við komu Jörundar og hvernig hann gerist verndari landsins. I öðrum þætti
er veldi hans mest og ýmsir sleikja sig upp við hann, í senn Bretar og Danir
og þeir íslendingar sem áður höfðu verið honum andsnúnir. í þriðja þætti
ber að landi skip kapteins Jones og lýkur atburðarásinni á því að Jörundur er
fluttur úr landi. Reyndar blandast inn í þetta líka ástir og afbrýði og Guðrún
á Dúki kemur aftur við sögu, allsendis ólík þeirri fyrri og verður til þess að
leysa Trampe greifa úr hans prísund til að hefna sín á Jörundi. Leikurinn er
raunsæislegur að formi, persónurnar dregnar all-raunsæislegum en þó oft
gamansömum dráttum og málfærið ber mark þess tíma sem sagan gerist á
sem og eiginleikum persónanna. Jörundi er lýst sem besta manni og stórum
klókari pólitíkusi en í hinum verkunum. Og hér er það enn neyð landsmanna
í baráttuklóm danskra og breskra kaupmanna sem knýr hann til aðgerða.
VI
En nú er röðin komin að þeim sjónleik um Jörund sem þekktastur mun vera.
Hann sækir heiti sitt í upphaf kvæðis Þorsteins Erlingssonar og sannleikurinn
er sá að sú blanda af gáska og alvöru sem lýsti sér hjá Þorsteini er ekki fjarri
höfundinum, Jónasi Arnasyni. Því miður hafa menn ekki kannað skáldferil
Jónasar að neinu ráði; hann hefur svolítið orðið fórnarlamb þeirrar afstöðu
bókmenntamanna að sniðganga leikskáld og blanda þeim ekki í umræðuna;