Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2009, Síða 187

Andvari - 01.01.2009, Síða 187
ANDVARI FRÁ BÖRNUM AMTMANNSINS Á EINBÚASETRINU 185 hefur hann fyrir sér, er hann segir: „Þessi aðskilnaður er gagnstœður guðs og manna lögum“\ Ekki máttu halda, að ég vilji varpa skugga á móður þína, henni kynntist ég þó og hélt afar mikið upp á hana. Ég vildi svo gjarna komast til botns í, hver orsök að þessu í öndverðu var. Það er reyndar óskiljanlegt, að svo góð og skynsöm kona, skyldi geta hugsað sér að neita að fylgja manni sínum, sem var að komast á efri ár. Er hugsanlegt, að börnin hafi stjórnað gerðum hennar? ... Veit ég vel, að hann var ekki gallalaus, en ég elska minningu hans ólýsanlega og óska svo innilega, að ég hefði kynnzt honum, eins og ég kynntist móður ykkar heitinni.57 Emilía reynir að halda uppi sömu reisn og fyrr eftir dauða Jóns og hlynna að þeim, sem erfitt eiga. Hver veit nema hún sé að rækja móðurhlutverkið, sem hún fékk ekki að sinna. Emilía hafði alltaf kunnað því vel að hafa ungt fólk í kring- um sig, og svo var enn. Margur íslenzkur námsmaður hafði notið gestrisni henn- ar og aðstoðar. Einn þeirra var Jón Johnsen („Jón Oddi“), sonur síra Asmundar Jónssonar, fyrrverandi dómkirkjuprests, síðast í Odda á Rangárvöllum, og Guðrúnar Þorgrímsdóttur frá Bessastöðum. Þau Jón höfðu litið til með honum, er hann var við nám í Höfn. Jóni gráa þótti frændi hans heldur útsláttarsamur. Jón Johnsen var síðast sýslumaður í Suður-Múlasýslu og sat á Eskifirði. Kona hans var Kristrún Þuríður Hallgrímsdóttir prests að Hólmum og Kristrúnar Jónsdóttur prests á Grenjaðarstöðum. Jón sýslumaður átti and- streymt og lét af störfum vorið 1895 og fluttist til Reykjavíkur. Emilía tók dóttur þeirra hjóna, Guðrúnu, í fóstur haustið 1894 og styrkti til náms. Hún var þá 14 ára. Emilía hafði síðan á Hafnarárum Jóns föður hennar borið hann og fólk hans fyrir brjósti. Barnið var líka út af síra Jóni á Grenjaðarstöðum, sem Emilíu fannst til um. Það er frá Jóni sýslumanni að segja, að hann lézt haustið 1895, sama ár og hann fluttist til Reykjavíkur. Getur Emilía þess í bréfum, að „Gunna sín“ hafi þá átt afar bágt. Hún grét og grét með óstöðvandi ekka, og tókst Emilíu ekki að hugga hana; ákvað þá loks að lofa barninu að gráta sig úrvinda, og reynd- ist það vel ráðið.58 Hinn 8. febrúar 1899 er dagur uppi fyrir Emilíu. Hennar var minnzt svo í blaðafregn hérlendis: Ekkjufrú Emilie Johnsson, borin Meyer, andaðist 8. febrúar síðastliðinn að heimili sínu í Kaupmannahöfn. Hún var fædd 18. júní 1828 og var ekkja eftir Jón Johnsson kammerráð, gjaldkera við háskólann (d. 1893), son Gríms amtmanns Jónssonar. Emilie heitin var mesta valkvendi, gáfuð og góð, skemtileg og óvenjulega vel mentuð. Mörgum íslendingum var hún kunn og öllum að góðu einu; höfðu margir þeirra komið í hús þeirra hjóna, og svo var enn, eftir að hún varð ekkja. Venjulega voru einnig einhverjar heldri stúlkur íslenzkar hjá henni, er fóru utan til þess að leita sér mentunar. Fjögur síðustu árin tók hún unga, föðurlausa stúlku frá íslandi til sín, var henni eins og góð móðir og mannaði hana sem bezt hún mátti. Áður en Emilie heitin giftist, hafði hún komið til íslands tvisvar og dvalið þar 2 vetur. Var henni síðan jafnan hlýtt til íslands og Islendinga.59
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.