Andvari - 01.01.2009, Blaðsíða 66
64
SIGURÐUR E. GUÐMUNDSSON
ANDVARI
vakið mikla athygli, hvorki innanlands né utan, og engin tilkynning
var birt um hana í Stjórnartídindum 1956 eða 1957. Samt átti hún eftir
að verða afdrifarík fyrir handritamálið. Allt fram til þessa hafði dagleg
umsýslan þess verið í höndum sendiherra landsins í Höfn, þar sem
hver ágætismaðurinn á fætur öðrum gerði sitt ýtrasta til að þoka því
áfram, meðal annars með viðræðum við danska menntamálaráðherr-
ann og utanríkisráðuneytið. Og svo var alla tíð. En málið var svo við-
kvæmt í báðum löndunum, jafnt á þjóðþingum þeirra, í ríkisstjórnum,
í háskólum, meðal menntamanna og almennings, að það virtist sendi-
ráðinu ofvaxið að ráða við þau sterku og áhrifaríku öfl, sem þar áttust
við. Þótt tækist að þoka því áfram á einum stað varð því ekki hnikað
á öðrum.
Handritamálinu stefnt í höfn
Haustið 1952 lét Sigurður Nordal, sendiherra, þá skoðun í ljósi að til
greina kæmi að fara með málið í pólitískan farveg og leita lausnar á
þeim vettvangi:
En l0sningsmodel ville, if0lge Nordal, være, at betragte sagen som et politiskt
sp0rgsmál og dermed forhindre, at fagfolkene fik det sidste ord i sagen.72
Sú leið var valin á miðju sumri 1956, er ríkisstjórn íslands samþykkti
að fela menntamálaráðherranum forræði í handritamálinu og gerast um
leið aðalsamningamaður Islands í því.73 Um leið færðist það af emb-
ættismannastiginu upp á ráðherraþrepið í stjórnsýslunni. Engu að síður
naut ráðherrann öflugs stuðnings utanríkisþjónustunnar og sendiherra
íslands í Kaupmannahöfn, bæði Sigurðar Nordal og Stefáns Jóh.
Stefánssonar, en sjálfur virðist hann hafa haft frumkvæði um formleg-
ar og óformlegar viðræður við danska ráðherra, er hann átti við þá, og
ýmsar mikilvægar ráðstafanir hérlendis.
Er Gylfi hafði tekið við málinu lagði hann sýnilega mikla áherzlu
á að halda því stöðugt vakandi með viðræðum við leiðandi danska
stjórnmálamenn, bæði í stjórn og stjórnarandstöðu. Hann hefur aug-
ljóslega talið mestu skipta að semja um málið beint við forsætisráðherr-
ana Viggo Kampmann (fors.ráðh. 1960-1962) og Jens Otto Krag (fors.
ráðh. 1962-1968 og 1971-1972), sem hann átti góðan aðgang að, vegna