Andvari - 01.01.2009, Blaðsíða 21
ANDVARI
GYLFI Þ. GÍSLASON
19
hafi snemma aðhyllzt kenningar Þjóðverjans Eduards Bernstein. Hann
tók, í lok 19. aldar, að birta ritgerðir þar sem hann kvað nauðsynlegt að
endurskoða ýmsar grundvallarkenningar Karls Marx, sem ekki fengju
lengur staðizt. Bernstein hélt því fram, að jafnaðarstefnunni yrði ekki
komið á með valdbyltingu í einni svipan, heldur myndi „(Þjjóðskipulagið
breytast smám saman úr auðvaldsskipulagi í skipulag jafnaðarstefn-
unnar“, eftir leiðum þingræðis og lýðræðis („Endurskoðunarstefnan“,
Revisionisminri). Jafnaðarmenn ættu þess vegna „að hraða þeirri þróun,
sem smám saman væri að eiga sér stað og smátt og smátt væri að breyta
þjóðskipulaginu í skipulag jafnaðarstefnunnar“.u
Þessar kenningar áttu erfitt uppdráttar í fyrstu og voru litnar horn-
auga af flestum forystumönnum jafnaðarmanna í Evrópu, svo að ekki
sé meira sagt. Engu að síður fór svo í reynd, að flestallir vestrænir jafn-
aðarmannaf lokkar gerðu þær f ljótlega að sínum. íslenzki Alþýðuflokkur-
inn starfaði alla tíð eftir þeim og í kjölfar þess, að vestur-þýzki jafn-
aðarmannaflokkurinn (SPD) gjörbreytti stefnuskrá sinni í frjálsræðisátt
á flokksþinginu í Bad Godesberg í nóvember árið 1959,12 gengust þeir
Gylfi og Benedikt Gröndal fyrir því árið 1963 að Alþýðuflokkurinn
endurskoðaði stefnuskrá sína með hliðsjón af henni, þótt hann hafi í
reynd sveigt hana að gerbreyttum viðhorfum löngu fyrr.13 Frumkvæði
Gylfa í þessu efni kemur ekki á óvart. Alþýðuflokkurinn hafði alla tíð
náin samskipti við aðra jafnaðarmannaflokka, einkum í Norður- og
Vestur-Evrópu. í oddvitatíð þeirra Emils Jónssonar og Gylfa í flokknum
voru þau aðallega í þeirra höndum, einkum Gylfa þegar frá leið. Var
hann persónulega nákunnugur mörgum forystumönnum þeirra, bæði á
Norðurlöndum og í Þýzkalandi og Austurríki.
Háskólakennsla hafin og fyrstu skrefin
á sviði þjóðmála
Þegar Gylfi kom heim árið 1939 tóku draumar hans þegar að rætast.
I upphafi starfaði hann sem hagfræðingur í Landsbanka Islands árin
1939-1940, svo sem hann hafði fyrirhugað, en síðan tók kennsluferill-
inn við. Hann var stundakennari við Viðskiptaháskóla Islands og dós-
ent þar 1940-1941, en stundakennari við Menntaskólann í Reykjavík
árin 1939-1956, að einu ári undanskildu. Þá var hann skipaður dósent